Kvöldnámskeið-október

Description:

Reykjavík Makeup School býður upp á 8 vikna grunnnám í förðun. Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu undirstöðuatriði í förðun allt frá umhirðu húðar og upp í fashion farðanir.
Nemendur fá kennslu hvernig á að gera brúðarfarðanir, tískufarðanir, “red carpet” farðanir, “smokey” farðanir, “halo” farðanir, “cut crease”, “tímabila” farðanir og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Einnig munum við bjóða nemendum okkar upp á sýnikennslur í “special effects” Snyrtifræðingur mun heimsækja okkur og fara yfir helstu atriði er tengjast umhirðu húðar og einnig erum við með fjöldan allan af frábærum og hæfileikaríkum gestakennurum.
Nemendur fá glæsilegt förðunarsett frá Make Up Store, Real Techniques Beautyblender., Urban Decay, NYX, Eylure, og My Kit Co . Vörunar koma í glæsilegti förðunartösku og eru burstarnir sem fylgja frá Real Techniques. Pakkinn inniheldur allar helstu grunnvörur sem tilvonandi förðunarfræðingar þurfa til að koma sér af stað.
Theodóra Mjöll hárgreiðslusnillingur og metsöluhöfundur verður með sýnikennslur þar sem nemendur geta lært og fengið innblástur að sniðugum og flottum hárgreiðslum.
Einnig fáum við Baldur Rafn hjá B.Pro í heimsókn en hann mun sýna það flottasta hverju sinni frá HH simonsen og Label.M.
Íris Dögg Einarsdóttir ljósmyndari sér um alla ljósmyndun á vegum skólans, hún mun mynda lokaverkefni nemenda á sinn glæsilega hátt í lok hvers námskeiðs.
Nemendur útskrifast með diplóma í förðun að námi loknu með starfsheitið förðunarfræðingur/makeup artist. Nemendum verður boðið upp á að taka þátt í skemmtilegum verkefnum og myndatökum á meðan náminu stendur og að námi loknu.

Verð: 370.000 kr.
Verðið innifelur vandaða kennslu, glæsilegan vörupakka, burstasett, námsgögn, ljósmyndir eftir Írisi Dögg af lokaverkefnunum og diploma

Price: $0.00

Start Time: 19:00
End Time: 23:00

Date: 16/10/2017

Registration Details

Upplýsingar