Sara Dögg Johansen

sara

Sara er annar eigandi Reykjavík Makeup School og Beautyblender á Íslandi, ásamt því að kenna í skólanum.

Hún er stúdent af Listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún útskrifaðist einnig sem naglafræðingur frá Bio Sculpture árið 2007 og förðunar-og airbrush fræðingur frá Airbrush & Make Up School árið 2010. Árið 2011 hóf Sara störf hjá MAKE UP STORE á Íslandi. Sara kenndi förðun í Make Up Academy hjá Fashion Academy árið 2012 og í byjun árs 2013 hóf Sara kennslu í förðun á snyrtifræðibraut Beauty Academy hjá Fashion Academy Reykjavík.

Sara fór í Private Course Training hjá sænska förðunarfræðingnum Linu Ekh. Einnig hefur hún ferðast þrisvar sinnum til New York á námskeið hjá þekktum förðunarfræðingum. Hún hefur farið á Face to Face Tour hjá förðunarmeistaranum Karen Sarahi (instagram: iluvsarahii) og á Masterclass námskeið hjá Mario Dedivanovic sem er helsti förðunarfræðingur Kim Kardashian.

Sara hefur einnig farið á Next Level Beauty námskeið með Jordan Liberty, Bridal Industry Success námskeið og setið fyrirlestra hjá förðunar meisturunum Lisa Eldridge, Rae Morris, Brian Champagne, Eve Pearl,  Megan Garmers og Kevin James Bennett.

Í september 2015 fluttu Sara og Silla inn förðunarfræðinginn Karen Sarahi hingað til Íslands þar sem hún hélt Masterclass námskeið.

Í maí 2016 fluttu Sara og Silla hingað til Íslands Ariel Tejada sem er helsti förðunarfræðingur Kylie Jenner og hélt hann Masterclass námskeið fyrir rúmlega 120 stelpur.

Sara hefur meðal annars farðað fyrir tískusýningar, leikrit, sjónvarpið, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir, tónleika og forsíður tímarita. Helstu verkefni eru: 20th Century Fox Film Corporation, 66°Norður, Nýtt Líf, Elite Model Look, Eskimo Models, Ungfrú Ísland, Label.M, Tony & Guy, Fudge, Jólagesti Björgvins, Afmælistónleika Bó, Lífið, Saga Film, Optical Studio, Kringlan, Rim Design, CCP Eve Online og margt fleira.