Um Skólann

Reykjavik Makeup School var stofnaður í Október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg og Sigurlaugu Dröfn.

Reykjavík makeup school leggur áherslu á metnað, fjölbreytta og persónulega kennslu og vönduð vinnubrögð.

Reykjavík makeup school bíður upp á 8 vikna grunnnám þar sem nemendur fá professional makeup töksku frá Mac og glæsilegan förðunarpakka sem inniheldur vörur frá MAC, NYX professional makeup, Anastasia Beverly Hills, Urban Decay, Eylure, Real Techniques, My Kit Co og Beautyblender.

Á námskeiðinu verður farið í öll undirstöðuatriði förðun og það helsta í förðunarheiminum í dag. Kennt verður beauty, smokey, brúðarfarðanir, next level beauty, soft glam, special effects, halo, cut crease og allskonar farðanir fyrir tískusýningar, auglýsingar, myndatökur og fleira.

Einnig kemur Theodora Mjöll hárgreiðslu snillingur en kennir nemendum grunn í hári. Theodora hefur gefið út níu hárgreiðlsubækur hér á landi og erlendis.

Einnig koma fleiri frábærir og reynslu miklir gestakennarar inn í tíma sem hafa gríðalega þekkingu á sínum sviðum og sýna nemendum meðal annars fashion farðanir, face chart, no makeup-makeup, tímabila farðanir og fleira.

Nemendum verður boðið upp á að taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum og myndatökum á meðan þeir eru í námi og einnig eftir nám.

Í lok námskeiðs fara nemendur í þrjár myndatökur með Írisi Dögg Einars ljósmyndara skólans.

Nemendur útskrifast að námi loknu með diplomu með starfsheitið förðunarfræðingur/makeup artist, og er diploman gefin út bæði á íslensku og ensku.

Kennsla er mánudaga – fimmtudaga. Boðið er upp á dagskóla (kl.9-13) og kvöldskóla (kl.19-23).