Um Skólann

Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg og Sigurlaugu Dröfn sem báðar hafa starfað við fagið í áratug og hafa framúrskarandi reynslu þegar kemur að förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar og tískusýningar.

Reykjavik Makeup School leggur mikla áherslu á metnað, fjölbreytta og persónulega kennslu og vönduð vinnubrögð. Allir kennarar skólans hafa mikla reynslu á sínum sviðum, hafa lokið förðunarnámi hérlendis/erlendis og setið allskonar framhaldsnám tengdu förðun.

Á námskeiðinu verður farið í öll undirstöðuatriði í förðun og það helsta í förðunarheiminum í dag. Kennd er förðun ýmiskonar tilefni fyrir einstaklinga, tískusýningar, auglýsingar, myndatökur og fleira.

Meðal annars sem farið verður yfir:

– Húðumhirða og húðtegundir
– Innihaldsefni og líftími
– Hreinsun busta og áhalda
– Andlitsföll og skyggingar
– Litaleiðrétting
– Létt Förðun
– Mismunandi Eyliner tækni og form
– Glass Skin Förðun
– No Makeup Makeup förðun
– Brúðarförðun
– Beauty förðun
– Cut Crease förðun
– Matt Smokey
– Soft Smokey

– Glam Smokey
– Fashion
– Editorial Fashion
– Red Carpet Soft Glam
– Next Level Beauty
– Halo soft förðun
– Halo förðun
– Face Chart kennsla
– Litrík förðun
– Instagram förðun
– Augabrúnir
– Special Efffects förðun
– Markaðssetning förðunarfræðinga

Auk þess verður kennsla í hárgreiðslu, ýmsir fyrirlestrar, vísindaferð og fleira skemmtilegt.

Allir nemendur fá glæsilega professional makeup tösku frá MAC og veglegan förðunarpakka sem inniheldur snyrtivörur frá MAC, NYX professional makeup, Anastasia Beverly Hills, Urban Decay, Eylure, My Kit Co, Beautyblender og bursta frá Real Techniques. 

Theodóra Mjöll einn færasti hárgreiðslu snillingur Íslands kemur og kennir nemendum það flottasta í hári að hverju sinni. Theodóra hefur gefið út tíu hárgreiðlsubækur hér á landi og erlendis og hefur kennt í Reykjavik Makeup School frá því að skólinn var stofnaður.

Einnig koma fleiri frábærir og reynslu miklir gestakennarar inn í tíma sem hafa gríðarlega þekkingu á sínum sviðum. Allir kennarar skólans hafa lokið við förðunarnám hérlendis/erlendis og setið allskonar framhaldsnám tengdu förðun.

Í lok námskeiðs fara nemendur í þrjár myndatökur með Írisi Dögg Einars ljósmyndara skólans en hún hefur myndað fyrir skólann frá því 2015. Íris er án efa einn flottasti ljósmyndari landsins og hefur myndað fyrir t.d. Glamour Ísland, Glamour Germany, Skin Iceland, Nike, Bioeffect Australia, L’Oréal, Cintamani, Angan og margt fleira.

Nemendur útskrifast að námi loknu með diplomu með starfsheitið förðunarfræðingur/makeup artist, og er diploman gefin út bæði á íslensku og ensku.

Boðið er upp á dagskóla (kl.9:00-13:00) og kvöldskóla (kl.19:00-23:00)

Verð: 420.000kr og innifalið er professional förðunartaska frá MAC, veglegur förðunarpakki, burstasett, þrjár myndatökur með ljósmyndara og Diploma. Nemendur útskrifast að námi loknu með diplomu með starfsheitið förðunarfræðingur/makeup artist og er Diploman gefin út bæði á íslensku og ensku.