Reykjavík Makeup School

Reykjavik Makeup School er elsti og stærsti förðunarskóli á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg og Sigurlaugu Dröfn sem báðar hafa starfað við fagið í áratug og hafa framúrskarandi reynslu þegar kemur að förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar og tískusýningar.

Í september árið 2020 bættust við tveir eigendur skólans. Heiður Ósk og Ingunn Sig komu inn sem eigendur en þær hafa unnið sem förðunarfræðingar á fjölbreyttum sviðum geirans ásamt því að reka fyrirtæki sjálfar að nafni HI beauty.

Reykjavik Makeup School leggur mikla áherslu á metnað, fjölbreytta og persónulega kennslu og vönduð vinnubrögð. Allir kennarar skólans hafa mikla reynslu á sínum sviðum, hafa lokið förðunarnámi hérlendis/erlendis og setið framhaldsnám í förðun.

Námskeið skólans eru fjölbreytt og ættu allir að geta fundið sér eitthvað sér til hæfis.

Á námskeiðum skólans er farið yfir öll undirstöðuatriði í förðun og tekið er fyrir það helsta í förðunarheiminum í dag. Kennd er förðun fyrir fyrir einstaklinga, tískusýningar, auglýsingar, myndatökur og fleira.