Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir (Silla)

Your Title

Silla er annar eigandi skólans og Beautyblender á Íslandi, ásamt því að kenna í skólanum.

Hún útskrifaðist sem förðunar og airbrush fræðingur frá Airbrush & Make Up School árið 2010 samhliða því að vinna sem ráðgjafi í banka. En árið 2012 hætti hún í bankanum og snéri sér alfarið að verkefnum tengdum förðun og hári en hún stundaði einnig nám við hárgreiðsludeild Iðnskólans í Hafnarfirði . Silla hefur meðal annars farðað fyrir Ungfrú Ísland, tískusýningar, forsíður tímarita, blaðagreinar, Lífið sem fylgir Fréttablaðinu, ljósmyndaverkefni, bækur fyrir Eddu útgáfu , bíómynd ( Höggið sem hlaut Edduna 2015 ) label.m og HH simonsen video, fitnesskeppnir hérlendis og erlendis, gert youtube förðunarmyndbönd ásamt því að vinna sem freelance makeup artisti.