Næstu námskeið

2.desember
kl. 18:00 – 21:00

Reykjavík Makeup School býður uppá Hátíðarstund með Heiði Ósk & Ingunni Sig. Þriggja klukkustunda námskeið þar sem þér er kennt að farða þitt eigið andlit og að nota þínar eigin snyrtivörur. Á námskeiðinu förum við yfir helstu grunntökin í förðun en erum í hátíðarskapi og ætlum því einnig að fara yfir notkun á glimmeri, eyeliner og að sjálfsögðu munum við kenna þátttakendum hvernig gerðar eru fullkomnar rauðar varir.

FARIÐ ER YFIR

Grunnförðun

Kvöldförðun

Glimmer

Eyeliner

Rauðar varir

Augnhár

Einnig er veitt ráðgjöf varðandi snyrtivörukaup.

Verð: 16.990 kr.

ATH!  Mörg stéttafélög tekið þátt í kostnaðinum með nemendum – tilvalið að hafa samband við sitt stéttafélag og kynna sér málið betur.