Kennsla fer fram mánudaga-miðvikudaga.

FYLGIST MEÐ FYRIR NÆSTU DAGSETNINGAR

Í fyrsta sinn í sögu skólans bjóðum við uppá Mini Masterclass. Kennt verður 3 kvöld í þrjá tíma í senn 15-17.mars frá kl 19:00-22:00.

Á námskeiðinu verða sýnikennslur frá Söru Dögg, Ingunni Sig og Heiði Ósk þar sem þær sýna sínar signature farðanir og fara ýtarlega yfir þau smáatriði, tækni og tól sem þeim fylgja.

Námskeiðið er fyrir útskrifaða förðunarfræðinga sem vilja bæta við sig aukinni þekkingu og kunnáttu en einstaklingar sem eru ekki með förðunardiplómu eru að sjálfsögðu velkomnir líka.

Námskeiðinu fylgir veglegur gjafapoki með vörum sem eru sérvaldar af okkur finnst fullkomin viðbót í öll förðunar kitt eða snyrtibuddur.

Verð: 29.990 kr.

ATH! Reykjavík Makeup School býður upp á kortalaust lán hjá pei.is. Einnig hafa mörg stéttafélög tekið þátt í kostnaðinum með nemendum – tilvalið að hafa samband við sitt stéttafélag og kynna sér málið betur.