Næsta námskeið
15.nóv – 24.nóv

Kennsla fer fram mánudaga-miðvikudaga
kl. 19:00-23:00

Tveggja vikna förðunarnámskeið Reykjavík Makeup School þar sem þú lærir vinsælustu farðanirnar í dag. Þetta námskeið er fullkomið fyrir þá sem vilja öðlast færni í að farða sitt eigið andlit. Farið verður yfir húðumhirðu, grunnatriði í förðun, Beautyförðun, Eyeliner, Smokeyförðun, Halo og margt fleira.

Námskeiðið er einnig fullkomið fyrir þá sem hafa útskrifast sem förðunarfræðingar en vilja bæta við sig aukinni kunnáttu og læra meira.

Nemendur fá viðurkenningu að loknu námi.

Verð: 130.000 kr.
Innifalið í námskeiðinu er veglegur förðunarpakki sem inniheldur snyrtivörur frá MAC, NYX Professional Makeup, Urban Decay, Eyelure, Maybelline, Beautyblender og bursta frá Real Techniques að andvirði 80.000.

ATH! Reykjavík Makeup School býður upp á kortalán hjá Borgun í allt að 36 mánuði og einnig kortaláust lán hjá pei.is. Einnig hafa mörg stéttafélög tekið þátt í kostnaðinum með nemendum – tilvalið að hafa samband við sitt stéttafélag og kynna sér málið betur.