Alexander Sigurður er stúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og útkskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School. Hann útskrifaðist úr RMS í desember 2016 og hlaut verðlaun fyrir besta Face Chart í sínum hóp.

Síðan þá hefur Alexander tekið að sér fjölda verkefna þar sem hann vinnur m.a. sem freelance förðunarfræðingur en þá aðalega í auglýsingum, tískumyndaþáttum fyrir tímarit eins og Nordic Style Magazine, forsíðu förðun á Ha-Magasín 2017 og forsíðuförðun á Tímaritið Blæti 2018 auk margar annara mynda þátta í þeirri útgáfu. Alexander hefur einnig farðað fyrir myndaþætti tískufataverslana eins og Húrra Reykjavík, Geysir, Spúútnik, Aftur og fl. Hann hefur farðað fyrir tónlistarmyndbönd sem dæmi má nefna For The Night – Svala Björgvins, Hógvær Emmsjé Gauti og Peakin -Young Karin. Hann hefur farðað á tískusýningum eins og Reykjavík Fashion Festival, Cintamani tískusýningu, Label M hártískusýningu og fl.

Alexander er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur en auk þess kennir hann Face Chart kennslu í skólanum, Tímabilafarðanir, NYX Professional Makeup kennslu og Fashion Editorial farðanir. Einnig vinnur Alexander hjá snyrtivörumerkinu NYX Professional Makeup og í Madison Ilmhús þar sem hann vinnur einnig með hágæða snyrtivörumerkið ByTerry. Alexander hefur setið Masterclass námskeið hjá förðunarfræðingnunum Sir John, Karim Sattar og ferðast til Parísar þar sem hann sat ByTerry námskeið. Hægt er að fylgjast með Alexander á instagram síðu hans HÉR