Alexander Sigurður

Alexander Sigurður er stúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og útkskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School. Hann útskrifaðist úr RMS í desember 2016 og hlaut verðlaun fyrir besta Face Chart í sínum hóp.

Síðan þá hefur Alexander tekið að sér fjölda verkefna þar sem hann vinnur m.a. sem freelance förðunarfræðingur en þá aðalega í auglýsingum, tískumyndaþáttum fyrir tímarit eins og Nordic Style Magazine, forsíðu förðun á Ha-Magasín 2017 og forsíðuförðun á Tímaritið Blæti 2018 auk margar annara mynda þátta í þeirri útgáfu. Alexander hefur einnig farðað fyrir myndaþætti tískufataverslana eins og Húrra Reykjavík, Geysir, Spúútnik, Aftur og fl. Hann hefur farðað fyrir tónlistarmyndbönd sem dæmi má nefna For The Night – Svala Björgvins, Hógvær Emmsjé Gauti, Peakin -Young Karin og Jóa P og Króla. Hann hefur farðað fyrir tískusýningar eins og Reykjavík Fashion Festival, Cintamani sýningu, Label M hártískusýningu, Anítu Hirlekar tískusýningu, The Wanderer sýning Yeoman og var valinn í förðunarteymini fyrir Davines World Wide Hair Tour árið 2019, en það er ein stærsta hársýning í heiminum sem haldin er einu sinni á ári, víðs vegar um heiminn.

Alexander er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur en auk þess kennir hann Face Chart kennslu í skólanum, NYX Professional Makeup kennslu og Fashion Editorial farðanir. Einnig vinnur Alexander hjá snyrtivörumerkinu NYX Professional Makeup og í Madison Ilmhús þar sem hann vinnur einnig með hágæða snyrtivörumerkið ByTerry.

Vorið 2019 tók Alexander þátt í förðunarkeppni – Nordic Face Awards sem er á vegum NYX Professional Makeup og sú keppni fer fram um allan heim og er henni skipt upp eftir heimsálfum. Þar af leiðandi var Alexander partur af Norðurlöndunum. Úr hópi ótal margra þáttakenda komst Alexander í hóp fimm bestu þáttakenda það árið eða ,,top 5”.

Alexander hefur setið Masterclass námskeið hjá förðunarfræðingnunum Sir John, Karim Sattar, Jordan Liberty og ferðast til Parísar þar sem hann sat ByTerry námskeið. Hægt er að fylgjast með Alexander á instagram síðu hans HÉR