Ariel Tejada hélt makeup Masterclass námskeið í maí 2016 á Íslandi á vegum Reykjavik Makeup School. Ariel er þekktastur fyrir að vera aðal förðunarfræðingur Kylie Jenner og ferðast með henni út um allan heim og sér um farðanirnar á henni fyrir myndatökur, rauða dregilinn, Keeping up with the Kardashians og einnig fyrir allar Kylie cosmetics auglýsingarnar.

Ariel farðar einnig margar stórstjörnur eins og Kim Kardashian, Khloe Kardashian, Shay Mitchell, Lilly Ghalichi, Kendall Jennar, Chrissie Teigenog fleiri.

Farðanir eftir hann hafa birst t.d. á forsíðu Vogue, forsíðu Forbes og í þáttunum RuPaul Drag Race All Strar, Jimmy Fallon auk fjölda annara.

Ariel hélt námskeið á vegum Reykjavík Makeup School en hans sérstaða eru Red Carpet farðanir. Á námskeiðið mættu 120 manns til að lærða öll hans helstu leyndarmál þegar kemur að förðun.