Dýrleif er 29 ára förðunarfræðingur sem starfar sem verslunarstjóri í MAC í Kringlunni. Hún lærði förðun árið 2010 og byrjaði fljótlega eftir það að vinna hjá MAC og er í dag verslunarstjóri Mac Kringlunni.

Hún hefur verið í norðurlandateymi MAC ( MAC Nordic Event Team) síðastliðin 6 ár og fer tvisvar sinnum á ári að farða á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Samhliða þessu hefur hún farðað fyrir hinar ýmsu tískusýningar hér á landi, kvikmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, myndatökur og sá um förðunina fyrir þættina Allir Geta Dansað á stöð2.

Dýrleif hefur farið á námskeið hjá Áslaugu Dröfn í special effect gervi og setið Masterclass makeup námskeið hjá Terry Barber og Sir John.