Embla Wigum

Embla Wigum er förðunarfræðingur og útskrifaðist úr Reykjavík Makeup School árið 2017, og hefur unnið mismunandi verkefni tengd förðun síðan. Meðal annars hefur hún farðað fyrir myndatökur fyrir ýmis fyrirtæki, hársýningar, og einnig sjálfstæð verkefni.
Embla er einn vinsælasti íslenski förðunarfræðingurinn á samfélagsmiðlum í dag en hún heldur uppi skemmtilegum instagram miðli þar sem rúmlega 21.000 manns fylgjast með henni og á TikTok erum um 250.000 manns að fylgjast með skemmtilegum og ævintýralegum förðunum sem hún býr til en Embla einblínir mest á litrík augnskugga “look” og fantasíufarðanir.
Embla er gestakennari hjá Reykjavik Makeup School og kemur og kennir nemendum skemmtilegar og litríkar farðanir.

Hægt er að fyljast með Emblu á instagram síðu hennar HÉR