Erna Hrund Hermannsdóttir útskrifaðist sem förðunarfræðingur vorið 2008 frá Emm School of Makeup og lauk einnig framhaldsgráðu í förðun úr sama skóla haustið 2008. Hún hefur því 10 ára reynslu sem förðunarfræðingur og hefur starfað á nánast öllum sviðum fagsins hérlendis.

Erna Hrund hefur farðað fyrir auglýsingar bæði sjónvarps og blaða, stuttmyndir, tískusýningar, leikhús og þáttaraðir fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann, Alterna, Ölgerðina, Sjálfstæðisflokkinn, Keili, RÚV, Verzlunarskóla Íslands svo eitthvað sé nefnt.

Hún er þó þekktust fyrir störf sín sem förðunarbloggari og var sú fyrsta hér á landi til að tileinka sér beautyblogg með síðunni sinni Reykjavík Fashion Journal sem var stofnuð 2010 og gekk saman við Trendnet.is 2011. Auk þess gaf hún út förðunartímaritið Reykjavík Makeup Journal sem kom út sjálfstætt og í samstarfi við Hagkaup.

Auk þess að farða sérhæfir hún sig í markaðsmálum og þá sérstaklega Social Media markaðsmálum og hefur unnið fyrir merkið á borð við L’Oreal Paris, Maybelline, Clarisonic, Real Techniques, Tanya Burr, Eylure svo einhver séu nefnd. Í dag starfar hún sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og sér um merki á borð við Maybelline, L’Oréal Paris, NYX Professional Makeup og Essie ásamt mörgum öðrum. Erna Hrund kennir nemendum á heim snyrtivara á Íslandi og hvernig er hægt að koma sér á framfæri á hvaða sviði förðunar sem er hér á landi auk þess sem hún sér um sýnikennslu fyrir L’Oreal Paris.