Fanney Dóra er förðunarfræðingur, stúdent úr Flensborg, áhrifavaldur og kennari í Reykjavík Makeup Scool. Eftir að hafa útskrifast úr RMS árið 2016 þá hefur hún einnig farið á Masterclass með Ariel, förðunarfræðing stjarnanna. Árið 2017 fór hún á makeup Masterclass með Sir John, aðal förðunarfræðing Beyonce.
Fanney hefur meðal annars farðað fyrir Ungfrú Ísland, Reykjavík Fashion Festival (RFF), stuttmyndir og margt annað. Sèrhæfir hún sig þó aðallega í tækifærisförðunum og hefur gert það frá útskrift.
Fanney Dóra kemur í skólann og kennir nemendunum á vörur frá Maybelline þar sem hún er sendiherra merkisins á Íslandi. Einnig leggur hún mikla áherslu á að segja nemendum frá því sem hún hefur lært við markaðinn sem og markaðssetningu á samfélagsmiðlum, hvernig er hægt að nota samfélagsmiðla sér til stuðnings og hvað ber að forðast, Hvernig er hægt að stækka kúnnahópinn sinn og stækka í förðunarsamfelaginu.
Hægt er að fylgjast með henni á instagram HÉR