Helga Karólína

Helga Karólína útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr Snyrtiakademíunni árið 2010. Hún tók námið samhliða Menntaskólanum við Hamrahlíð og var mikið að farða þar fyrir leikrit, tískusýningar, tímarit, fataverslanir ofl.

Hún er stöðugt að bæta við sig þekkingu, hefur tekið námskeið í special effect förðun, setið makeup Masterclass námskeið hjá förðunarfræðingunum Sir John, Karen Sarahi, Ariel, Jordan Liberty ofl. Síðan hún útskrifaðist hefur Helga unnið við ýmis verkefni eins og tískutímarit, auglýsingar, séð um og hannað farðanir fyrir tískusýningar og myndþætti ásamt því að vinna í Make Up Store 2010-2013. Helga sá um skipulag á förðunarteymi fyrir Reykjavik Fashion Festival ásamt Söru og Sillu árið 2017.

Helga fann sig einnig í “viðskiptfræðihliðinni” við förðun og opnaði snyrtivöruverslunina CoolCos árið 2013, sem var ein fyrsta snyrtivöru netverslunin á Íslandi. Eftir það opnaði hún einnig snyrtivöru verslun í Smáralind og niðrí miðbæ á Grettisgötu.

Helga hefur kennt í Reykjavík Makeup School frá 2014, og séð um „Halo“ förðun og módeltíma þar sem hún leiðbeinir nemendum. Hún kenndi einnig förðunarval í Hörðurvallaskóla og er í mastersnámi í Mannauðsstjórnun.