Helga Sæunn

Helga Sæunn er förðunarfræðingur og kennari í Reykjavík Makeup School. Hún útskrifaðist í maí 2015 með hæstu einkunn og hefur starfað fyrir hin ýmsu merki, m.a. NYX professional makeup og starfaði sem Brand Ambassador þar. Í dag starfar hún sem Regional Makeup Artist fyrir Lancôme á Íslandi og fór til Parísar á förðunarnámskeið og workshop fyrir Lancôme. Í dag starfar hún í versluninni Nola sem selur ýmis förðunar-, húð og snyrtivörumerki.
Hún hefur meðal annars farðað fyrir Ungfrú Ísland, Miss Universe Iceland og Reykjavík Fashion Festival ásamt því að hafa séð um að farða fyrir forsíður Vikunnar og hefur hún farðað fyrir myndaþátt í íslenska tímaritinu Glamour. Hún hefur einnig unnið þó nokkuð mörg verkefni fyrir hárfyrirtækið B.pro og hefur m.a séð um farðanir fyrir tónlistarmyndbönd og fyrir tónlistarfólk, þar á meðal Reykjavíkurdætra og Sura (Þuru Stínu).
Helga var valin í förðunarteymini fyrir Davines World Wide Hair Tour árið 2019, en það er ein stærsta hársýning í heiminum sem haldin er einu sinni á ári, víðst vegar um heiminn.

Helga hefur farið á þrenn makeup Masterclass námskeið hjá förðunarmeisturunum Karen Sarahii, Sir John og Jordan Liberty.
Helga tekur að sér tækifærisfarðanir og verkefni fyrir tökur, sem og annað, til hliðar.
Hún kennir grunntækni og sér um ýmsar sýnikennslur. Helga kemur einnig inn í módeltíma og er nemendum innan handar fyrir lokaprófin.
Hægt er að fylgjast með Helgu á instagram HÉR