Ingunn Sigurðardóttir

Ingunn Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur með mikinn áhuga á snyrtivörum og hári. Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Reykjavík árið 2018 og úr Mood Makeup School árið 2014 með hæstu einkunn í sínum hóp. Eftir stúdent flutti hún til London til að sækja námskeið við fatahönnun og fatasaum í London College of Fashion.

Samhliða námi hefur Ingunn unnið sjálfstætt við að farða fyrir myndatökur, brúðkaup og allskyns tækifæri. Meðal ýmsra verkefna hefur Ingunn greitt fyrir forsíðumynd Vikunnar, farðað fyrir tískusýninguna Flóra hjá Hildi Yeoman, sá um förðun og hár fyrir plötu GDRN og margt fleira. Árið 2016 byrjaði hún einnig að gera greiðslur og árið 2017 byrjaði hún að gera sýnikennslu myndbönd fyrir Instagram. Ingunn hefur setið förðunar- og hár masterclass námskeið hjá Emma Chen sem er ástralskur förðunarfræðingur og hárgreiðslukona.

Í dag starfar hún sjálfstætt við farðanir, greiðslur og efnissköpun fyrir samfélagsmiðla. Hún vinnur fyrir vefverslunina Beautybox.is að búa til förðunar og hár sýnikennslumyndbönd fyrir Instagram, ásamt því að skrifa vikulegt blogg. Einnig er hún í samstarfi við NYX Professional Makeup, þar sem hún gerir einnig förðunar sýnikennslu myndbönd.

Ingunn er annar eigandi Hi-beauty og förðunarbloggari á Trendnet.is

Hægt er að fyljast með Ingunni á instagram síðu hennar HÉR