JORDAN LIBERTY

MASTERCLASS NÁMSKEIÐ DAGANA 27. OG 28. OKTÓBER

Jordan Liberty er á leiðinni til landsins frá Los Angeles til að halda makeup Masterclass námskeið sem er hluti af International Beauty Tour 2018.

Jordan mun halda ítarlegasta masterclass námskeið sem hefur verið haldið á Íslandi. Námskeiðið verður 16 klukkustundir sem skiptist í tvo daga, (8 klukkustundir hvor).

Jordan Liberty er förðunarmeistari, ljósmyndari, kennari og creative director. Hann hefur farðað fyrir auglýsingar stærstu förðunarmerkja í heiminum en hann hefur einnig mikla reynslu í ráðgjöf, markaðssetningu og vöruþróunn sem hefur gert hann að eftirsóttu leynivopni hjá förðunar- og skincare vörumerkjum um allan heim. Einnig var hann áður mjög vinsæll á Youtube þar sem hann kenndi förðun.

Jordan vann verðlaunin Allure Magazine “Best of Beauty 2015” og einnig “Artist of the Year” árið 2017.

Farðanir eftir hann hafa farið í allskonar tímarit t.d. Allure, Elle, Glamour, On makeup, Makeup artist Magazine og mörg fleiri.

Jordan hefur farðað og sá um ljósmyndun af auglýsingum fyrir t.d. Benefit Cosmetics, Urban Decay, Sigma, BITE beauty, Stilazzi og Jouer.  Auk annara förðunarverkefna eru auglýsingar fyrir Anastasia Beverly Hills, Real Techniques, NARS, Dose of colors, Lorac, Cover Girl, Tatcha, Clinique, Sephora, Nyx professional makeup, Maybelline og fleiri flott merki.

Hann er einnig mjög þekktur fyrir að hafa séð um förðunina á youtube stjörnunum og förðunarfræðingunum Desi Perkins og Katy fyrir förðunarlínuna þeirra sem þær gerðu með Dose of Colors.

Allir velkomnir!

Námskeiðið er fullkomið fyrir alla förðunarfræðinga sem vilja bæta þekkingu sína í faginu og taka tæknina sína á næsta level. Einnig er námskeiðið opið öll áhugafólki um förðun hvort sem þeir hafa einhvern grunn í förðun eða ekki. Þetta er því frábær vettvangur til að auka þekkingu sína á helstu sviðum förðunar.

Á námskeiðinu verður farið í fjölda looka, áferða, áhersla og svokallaða Micro tækni sem hefur aldrei verið kennd á Íslandi en það er einskonar details og close up tækni fyrir myndavélar og myndatökur.  Jordan sýnir einstakt handbragð frá hugmyndafræði til myndatöku og kannar fegurð með ólíkum hætti.

Kennsla fer fram laugardaginn 27.október og sunnudaginn 28.október frá kl.10-18

Búið er að opna fyrir skráningar á heimasíðu skólans sjá HÉR

ATH! Takmarkaður fjöldi sæta í boði.

Verð fyrir einn dag er 35.000 kr.

Verð fyrir tvo daga er 55.000 kr. (innifalið í verði fyrir tvo daga: Viðurkenningarskjal og goodie bag)

Hægt að skipta greiðslum á kortalán Borgunar eða Pei.is

Niðurbrot á námskeiði dagur 1:

Tvær til þrjár sýnikennslur og spurt og svarað (Q&A). Jordan sýnir sitt einkennismerki; „clean“ förðun fyrir myndatökur og ræðir tengslin á milli förðunar og myndatöku. Hér verður kafað djúpt ofan í þá tækni sem hann er þekktastur fyrir og hvernig lýsing hefur áhrif á liti og áferð. Helstu atriði sem sýnd verða eru: „fluffy brows“, „no makeup makeup“ húðgerð og „lightshaping“ tæknin sem hann er þekktur fyrir.

Jordan fer einnig yfir það hvernig skipuleggja skuli útlit herferðar til að tryggja ánægju viðskiptavinarins. Að byggja og útfæra sláandi útlit sem hentar andlitinu sem farðað er. Að skapa litablöndur sem eru í fullkomnu jafnvægi en sem á sama tíma draga fram það besta í módelinu/kúnnanum.

Helstu áherslur fyrir förðun fyrir lifandi myndatöku; hvernig draga skuli athyglina að tiltekinni áferð, lit eða hluta andlits. Að skapa jafnvægi á milli „dramatic eye“ og vara. Að skilja þarfir viðskiptavinarins og hvernig skuli fanga þær í verkefnið.

Niðurbrot á námskeiði dagur 2:

Þessi hluti er meira ætlaður fagfólki þar sem farið verður í flókna fyrirbærið sem [macro] förðun er. [Macro] myndir sýna allt að 24x meiri smáatiði en augað sér venjulega, og því er það mjög mikilvægt fyrir listamenn sem hyggjast leggja fyrir sig förðun að ná góðum tökum á þessari tækni. Lifandi myndataka. Það sem farið verður í er m.a. hvernig velja skuli fyrirsætu og hvernig undirbúa skuli húðina fyrir þessa tækni og hvað er ekki hægt að falsa. [Macro] smáatriði – hvernig skapa á sláandi myndir.

Editorial look: Þessi hluti er meira ætlaður fagfólki og kannar listrænar myndatökur og hvernig skapa má æsandi frásagnir með notkun á litum, andstæðum og áferð. Lifandi myndataka. Helstu atriði eru: að skapa ritstjórnar myndaþátt frá grunni. Að skapa og segja þína sögu. Að hafa markhópinn í huga.

Spurt og svarað (Q&A).

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að senda á [email protected]