Karen Sarahii eða Iluvsarahii eins og hún er oftast kölluð er einn vinsælasti förðunarfræðingur í heiminum í dag. Hún er gríðarlega vinsæl á Instagram með yfir 4 milljónir fylgjenda og Youtube stjarna með yfir 794.000 subscribers. Karen kom til Íslands á vegum Reykjavík Makeup School í september 2015 og hélt námskeið fyrir 120 manns en þangað komu bæði förðunarfræðingar og áhugafólk um förðun til að læra af henni.

Karen úrskrifaðist sem förðunarfræðingur 2004 og fór að vinna fyrir Lancome. Seinna fékk hún vinnu í Mac og starfaði þar í 5 ár og ferðaðist á þeirra vegum um Bandaríkin og hélt allskonar námskeið. Hún hélt einnig Face to Face förðunar námskeið víðst vegar um Bandaríkin. Karen sá einnig um förðun fyrir sjónvarpstöðina E! News Network.

Karen hefur tvisvar sinnum farið í samstarf með Colour Pop og gefið út sína eigin línu með þeim, fyrsta línan kom í byrjun árs 2017 og seinni línan haustið 2018. Auk þess hefur hún unnið náið með Nyx professional Makeup síðustu ár og má sjá andlit hennar í flest öllum NYX verslunum í heiminum.

Hægt er að fylgjast með henni á youtube HÉR og instgram HÉR

 

 

 

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá námskeiðinu: