Sara Dögg Johansen

Sara er annar eigandi Reykjavík Makeup School og Beautyblender á Íslandi, ásamt því að kenna í skólanum. Sara hefur starfað við fagið í áratug og hefur framúrskarandi reynslu þegar kemur að förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar, tískusýningar og fleira.

Hún er stúdent af Listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún útskrifaðist einnig sem naglafræðingur frá Bio Sculpture árið 2007 og förðunar-og airbrush fræðingur frá Airbrush & Make Up School árið 2010. Árið 2011 hóf Sara störf hjá MAKE UP STORE á Íslandi. Sara kenndi förðun í Make Up Academy hjá Fashion Academy árið 2012 og í byjun árs 2013 hóf Sara kennslu í förðun á snyrtifræðibraut Beauty Academy hjá Fashion Academy Reykjavík.

Sara fór í Private Course Training hjá sænska förðunarfræðingnum Linu Ekh. Einnig hefur hún ferðast þrisvar sinnum til New York á námskeið hjá þekktum förðunarfræðingum. Hún hefur farið á Face to Face Tour hjá förðunarmeistaranum Karen Sarahi (instagram: iluvsarahii) og á Masterclass námskeið hjá Mario Dedivanovic sem er helsti förðunarfræðingur Kim Kardashian. Einnig hefur hún farið til Hollands á Masterclass námskeið hjá Sir John sem er aðal förðunarfræðingur Beyonce.

Sara hefur einnig farið á Next Level Beauty námskeið með Jordan Liberty, Bridal Industry Success námskeið í NY og setið fyrirlestra hjá förðunar meisturunum Lisa Eldridge, Rae Morris, Brian Champagne, Eve Pearl,  Megan Garmers og Kevin James Bennett.

Í september 2015 fluttu Sara og Silla inn förðunarfræðinginn Karen Sarahi hingað til Íslands þar sem hún hélt Masterclass námskeið.

Í maí 2016 fluttu Sara og Silla hingað til Íslands Ariel Tejada sem er helsti förðunarfræðingur Kylie Jenner og hélt hann Masterclass námskeið fyrir rúmlega 120 stelpur.

Í maí 2017 fluttu Sara og Silla hingað til Íslands Sir John sem er aðal förðunarfræðingur Beyonce síðan 2010. Sir John hefur ferðast með Beyonce út úm allan heim fyrir allskonar myndatökur, viðburði og séð um förðunina hennar fyrir öll tónleikaferðalögin og tónlistarmyndbönd. Hann er einnig með þættina Americas Next Beauty Star. Sir John hélt Makeup Masterclass námskeið í Hörpunni fyrir um 120 stelpur á vegum Reykjavik Makeup School.

Í október 2018 fluttu Sara og Silla inn til landsins förðunarmeistarann Jordan Liberty en hann sér um farðanir og myndatökur fyrir auglýsingar vinsælustu förðunarmerkja í heiminum eins og Anastasiu Beverly Hills, Dose of Colors, Nyx professional makeup, Nars og mörg fleiri. Masterclassið í 16 klukkustundir, skipt í tv0 daga þar sem kennt var allskonar farðanir. 120 manns mættu á námskeiðið.

Sara hefur meðal annars farðað fyrir forsíður og myndatætti fyrir tímarita hérlendis og erlendis, tískusýningar, leikrit, sjónvarpið, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir, tónleika og margt fleira.

Helstu verkefni eru: ELLE Serbia, ELLE Indonesia, ELLE Croatia, Glamour magazine, Nordic Style Magazine, Smáralindin, 20th Century Fox Film Corporation, The Faces Magazine, Reykjavík Fashion Festival (RFF), 66°Norður, Hildur Yeoman, Essie herferð, L’Oreal herferð, Nýtt Líf, Geysir, Vikan, Elite Model Look, Miss Universe Iceland, Eskimo Models, Ungfrú Ísland, Label.M, Beanpole, Tony & Guy, Fudge, Krabbameinsfélagið Krafur, Jólagesti Björgvins, Afmælistónleika Bó, Lífið, Saga Film, Fréttablaðið, Optical Studio, Kringlan, Rim Design, CCP Eve Online og margt fleira.

Sara valin sem Key Artist fyrir Davines World Wide Hair Tour árið 2019, en það er ein stærsta hársýning í heiminum sem haldin er einu sinni á ári, víðs vegar um heiminn.

Hægt er að fylgjast með Söru á instagram HÉR