Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir

Silla er annar eigandi skólans og Beautyblender á Íslandi, ásamt því að kenna í skólanum.

Hún útskrifaðist sem förðunar og airbrush fræðingur frá Airbrush & Make Up School árið 2010 samhliða því að vinna sem ráðgjafi í banka. En árið 2012 hætti hún í bankanum og snéri sér alfarið að verkefnum tengdum förðun og hári en hún stundaði einnig nám við hárgreiðsludeild Iðnskólans í Hafnarfirði . Silla hefur meðal annars farðað fyrir Ungfrú Ísland, tískusýningar, forsíður tímarita, blaðagreinar, Lífið sem fylgir Fréttablaðinu, ljósmyndaverkefni, bækur fyrir Eddu útgáfu , bíómynd ( Höggið sem hlaut Edduna 2015 ) label.m og HH simonsen video, fitnesskeppnir hérlendis og erlendis, gert youtube förðunarmyndbönd ásamt því að vinna sem freelance makeup artisti.

Silla hefur þó nokkru sinnum haldið út til Los Angeles og New York á einkanámskeið hjá þekktum förðunarfræðingum að sérhæfa sig í beauty/glam og smokey förðunum en þar ber helst að nefna eftirfarandi:

  • Patrick Ta, „celebrity makeup artist“, sem farðar m.a. stjörnur á borð við Kim Kardashian, Kourtney Kardashian, Gigi Hadid, Chrissy Teigen, Shay Mitchell, Jenna Dewan og Jessica Alba, auk þess að hafa farðað fyrir Victoria’s Secret Fashion Show.
  • Karen Sarahii, sem frægust er sem instagram makeup stjarna (iluvsarahii) og hefur yfir 4,7 milljónir fylgjenda. Einnig kom hún hingað til Íslands í kjölfarið á vegum þeirra Söru og Sillu og hélt masterclass námskeið.
  • Sona Gasparian, sem nýtur mikillar hylli sem YouTube förðunarstjarna.
  • Ariel Tejada , sem er aðal förðunarfræðingur Kylie Jenner og Lilly Ghalichi , en hann kom til Íslands á vegum Sillu og Söru og hélt masterclass námskeið .
  • Mario Dedivanovic sem er þekktastur fyrir að vera makeup artisti Kim Kardashian og hannaði hann hennar signature makeup look
  • Í maí 2017 fluttu Sara og Silla inn förðunarfræðinginn Sir John sem er aðal förðunarfræðingur Beyonce og hefur ferðast með henni út um allan heim. Einnig er hann þáttastjórnandi America’s next beauty star. Hann hélt Makeup Masterclass námskeið í Hörpunni fyrir um 120 stelpur á vegum Reykjavik Makeup School.
  • Í október 2018 fluttu Sara og Silla inn til landsins förðunarmeistarann Jordan Liberty en hann sér um farðanir og myndatökur fyrir auglýsingar vinsælustu förðunarmerkja í heiminum eins og Anastasiu Beverly Hills, Dose of Colors, Nyx professional makeup, Nars og mörg fleiri. Masterclassið í 16 klukkustundir, skipt í tv0 daga þar sem kennt var allskonar farðanir. 120 manns mættu á námskeiðið
  • Í október 2019 héldu Sara og Silla stærsta Masterclass námskeið sem haldið hefur verið á Íslandi en um 150 manns mættu á viðburðinn.

Silla hefur einnig farið á Next Level Beauty námskeið með Jordan Liberty, Bridal Industry Success námskeið og setið fyrirlestra hjá förðunar meisturunum Lisa Eldridge, Rae Morris, Brian Champagne, Eve Pearl,  Megan Garmers og Kevin James Bennett.

Silla hefur lokið námi við Háskólann í Reykjavík í stafrænni markaðsetningu ( digital marketing).

Hægt er að fylgjast með Sillu á instagram HÉR