Tanja Ýr

Tanja Ýr, frumkvöðull & samfélagsmiðlagúru er nýr gestakennari Í Reykjavík Make Up School á haustönn 2018. Tanja er meðal stærstu áhrifavalda á Íslandi og hefur verið síðan 2013 þegar hún var meðal þeirra fyrstu á Íslandi til þess að nýta sér kraft samfélagsmiðla til markaðssetningar á sjálfri sér og tengdum vörum. Síðan 2014 hefur hún rekið sitt eigið vörumerki, Tanja Yr Cosmetics og er leiðandi á markaði gerviaugnhára á Íslandi.

Trúir Tanja því samfélagsmiðlar séu lykillinn að velgengni í fyrirtækjarekstri og í því að byggja upp sitt eigið persónulega vörumerki. Tanja hefur skapað sér mikla sérstöðu á samfélagsmiðlum og hvernig skal nota þá til þess að ná árangri með vörumerki og persónuleg markmið.

Tanja mun halda stutta fyrirlestra um mikilvægi þess að nýta sér samfélagsmiðla og kenna okkur hin ýmsu trix sem hún telur nauðsynleg til þess að koma sér á framfæri á internetinu.