Theodóra Mjöll

Theodóra Mjöll lauk sveinsprófi í hárgreiðslu vorið 2008 og BA í Vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2016. Theodóra hefur unnið sem “freelance” hárgreiðslukona frá útskrift og hefur hún greitt fyrir tímarit eins og VOGUE, ELLE, Womens health, V-magazine, Glamour svo fátt eitt sé nefnt.
Theodóra er einna þekktust fyrir að vera höfundur bókarinnar HÁRIÐ sem kom út árið 2012, HÁRBÓKIN sem kom út árið 2019 ásamt nokkrum öðrum hárbókum sem hafa komið út í gegn um árin. Má þar nefna bækur undir merki Disney sem hafa verið gefnar út um allan heim.
Árin 2013-1017 vann Theodóra Mjöll með hárvörumerkinu HH Simonsen, gaf út greiðslu myndbönd, greiddi fyrir kynningarefni, bæklina og fleira á þeirra vegum.
Hún hefur komið að þáttargerð fyrir 365 miðla þar sem hún kom bæði að eigin þáttargerð sem og öðru efni, meðal annars Íslandi í Dag.
Theodóra sá um hárgreiðslur í þáttunum Allir Geta Dansað sem sýnt var á stöð2 árið 2019.
Theodóra hefur komið inn sem gestakennari á öll námskeið hjá Reykajvík Makeup School frá því að skólinn var stofnaður árið 2013 og kennt nemendum fallegar hárgreiðslur.