NÁMSKEIÐ
DIPLÓMANÁM
Ítarlegt 8 vikna förðunarnám þar sem farið er yfir öll helstu grunntökin í faginu. Í lok námsins útskrifast þú með starfsheitið förðunarfræðingur / makeup artist. Nemendur fá fullbúið förðunarkitt.
NÁNARMAKEUP FYRIR BYRJENDUR
Fullkomið námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í húðumhirðu og förðun. Farið er yfir hvernig skal búa sér til húðrútínu og einfalda fyrstu förðun.
NÁNARMAKEUP FYRIR ÞIG
Sérhannað förðunarnámskeið fyrir þá sem vilja öðlast færni í að farða sitt eigið andlit. Náðu grunntökum í förðun og lærðu vinsælustu farðanirnar í dag.
NÁNARFJARNÁM DIPLÓMANÁM
Við bjóðum uppá vinsæla Diplómanámið okkar í förðun í fjarnámi! Lærðu förðunarfræðinginn heima hjá þér og taktu námið á þínum hraða. Nemendur fá fullbúið förðunarkitt sent heim að dyrum.
NÁNARUm Reykjavík Makeup School
Reykjavík Makeup School er elsti og virtasti förðunarskóli á Íslandi, stofnaður í október 2013.
Útskrifaðir nemendur frá skólanum eru yfir 900 og hefur skólinn tekið sér stall sem leiðandi skóli í menntun til förðunarnáms á Íslandi.
Eigendur Reykjavík Makeup School eru Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir. Þær hafa áralanga reynslu á fjölbreyttum sviðum förðunargeirans ásamt reynslu í fyrirtækjarekstri.
Lesa nánarOKKAR MARKMIÐ
Reykjavík Makeup School er leiðandi förðunarskóli á Íslandi. Markmið Reykjavík Makeup School er að veita nemendum persónulega förðunarkennslu í takt við nútímann og útskrifa hæfa förðunarfræðinga sem eru tilbúnir að takast á við ólík verkefni.
FRÉTTIR
Reykjavík Makeup School x Laugar Spa
Laugar Spa tóku þátt í lokaverkefnum okkar á dögunum og var útkoman stórkostleg.Reykjavík Makeup School x Lancôme MASTERCLASS
Reykjavík Makeup School í samstarfi við Lancôme hélt glæsilegt MASTERCLASS á The Reykjavík Edition hótelinu þann 4.nóvember 2022.Reykjavík Makeup School x AndreA & Spritz Venue
Lokaverkefni nemenda í Smokey förðun var gert í samstarfi við fataverslunina AndreAReykjavík Makeup School x VEST
Lokaverkefni október bekkjarins var myndartaka í samstarfi við VEST, eina fallegustu húsgagnaverslun landsins.Reykjavík Makeup School x FOU22
Nemendur í Diplómanámi Reykjavík Makeup School tóku þátt í skemmtilegu Editorial lokaverkefni í maí 2023 sem unnið var í samstarfi við FOU22.
Staðsetning lokaverkefnisins var á bifvélaverkstæði í Hafnarfirði þar sem leyndust ótrúlega fallegir vintage bílar. Efri hæð bifvélaverkstæðisins var innréttuð sem 60’s diner og má segja að sjón sé sögu ríkari því lokaútkoman úr verkefninu var ótrúlega skemmtileg.
Hér að neðan má sjá myndir frá verkefninu.Öll lokaverkefni Reykjavík Makeup School eru mynduð af Elísabetu Blöndal.
REYKJAVÍK MAKEUP SCHOOL
Við höldum diplómanámskeið fjórum sinnum á ári. Fyrir nánari upplýsingar endilega sendið tölvupóst á rvk@makeupschool.is
Reykjavík Makeup School x Sif Benedicta
Eitt af editorial verkefnum nemenda okkar á haustönn var unnið í samstarfi við fatahönnuðinn
Sif Benedicta. Nemendur skólans stóðu sig að vana ótrúlega vel og erum við ekkert smá stoltar að sýna frá útkomunni.
Myndatakan var staðsett í Höfuðstöðinni og var ljósmyndari verkefnisins að vana Elísabet Blöndal.
Allar fyrirsætur í verkefninu eru frá EY Agency.
Við elskum að fara í samstarf með íslenskum hönnuðum og var ótrúlega gaman að para saman fjölnota og fjölbreyttu flíkurnar og skartið frá Sif Benedicta.
Reykjavík Makeup School býður upp á Diplómanám í förðunarfræði fjórum sinnum á ári. Fyrir nánari upplýsingar um námskeið og dagsetningar er best að senda tölvupóst á rvk@makeupschool.is
Reykjavík Makeup School x 66 Norður
Lokaverkefni nemenda í diplómanámi í mars 2023 var unnið í samstarfi við útivista og lífstílsmerkið 66 Norður. Myndatakan fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika og var útkoman einstaklega skemmtileg.
Hér að neðan má sjá myndir sem komu út úr verkefninu.
Við erum alltaf jafn stoltar af nemendum okkar og sérstaklega þegar afrakstur vinnu þeirra kemur út svona glæsilega.
Ljósmyndari verkefnisins var Elísabet Blöndal og sá Sigrún Jörgensen um stíliseringu á fatnaði frá 66 Norður.
Nemendur skólans sáu um hár og förðun á módelum.
Við höldum diplómanámskeið fjórum sinnum á ári. Fyrir nánari upplýsingar endilega sendið tölvupóst á rvk@makeupschool.is
No makeup makeup
Í Reykjavík Makeup School leggjum við mikla áherslu á að nemendur okkar nái góðum tökum á „no makeup makeup“ förðun. Slík förðun er mjög stór partur af förðunarbransanum og þrátt fyrir að lítið magn af förðunarvörum sé sett á andlit eða líkama er kúnst að gera það vel.
Ástæða þess að við leggjum áherslu á „no makeup makeup“ förðun er til að undirbúa nemendur okkar fyrir komandi verkefni eftir útskrift.
Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir úr lokaverkefnum nemenda þar sem þau gera „no makeup makeup“ förðun á módel.
Ljósmyndari Reykjavík Makeup School er Elísabet Blöndal en hún tekur myndir af öllum lokaverkefnum nemenda.
Reykjavík Makeup School er einnig í farsælu samstarfi við Ey Agency og eru allar fyrirsætur í lokaverkefnum okkar frá Ey Agency.
REYKJAVIK MAKEUP SCHOOL
Reykjavík Makeup School býður upp á Diplómanám í förðunarfræði fjórum sinnum á ári. Fyrir nánari upplýsingar um námskeið og dagsetningar er best að senda tölvupóst á rvk@makeupschool.is