Um Reykjavík Makeup School

Reykjavík Makeup School er elsti og virtasti förðunarskóli á Íslandi, stofnaður í október 2013.

Útskrifaðir nemendur frá skólanum eru yfir 900 og hefur skólinn tekið sér stall sem leiðandi skóli í menntun til förðunarnáms á Íslandi.

Eigendur Reykjavík Makeup School eru Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir. Þær hafa áralanga reynslu á fjölbreyttum sviðum förðunargeirans ásamt reynslu í fyrirtækjarekstri.

Lesa nánar

OKKAR MARKMIÐ

Reykjavík Makeup School er leiðandi förðunarskóli á Íslandi. Markmið Reykjavík Makeup School er að veita nemendum persónulega förðunarkennslu í takt við nútímann og útskrifa hæfa förðunarfræðinga sem eru tilbúnir að takast á við ólík verkefni.