![](http://makeupschool.is/cdn/shop/files/HL9A9231_fa2735b2-9c57-4614-a037-588bc3d766eb.jpg?v=1669407262)
NÆSTA NÁMSKEIÐ
Sendu okkur tölvupóst á rvk@makeupschool.is til að skipuleggja skemmtilega Kvöldstund fyrir þinn vinahóp
Reykjavík Makeup School býður uppá þriggja klukkustunda kvöldstundar námskeið þar sem þér er kennt að farða þitt eigið andlit og að nota þínar eigin snyrtivörur. Á námskeiðinu förum við yfir helstu grunntökin í förðun.
Námskeiðið er fullkomið fyrir vini, vinahópa, saumaklúbba, mæðgur/mæðgin og vinnuhópa. Hafðu sambandÁ NÁMSKEIÐINU ER FARIÐ YFIR
-
GRUNNFÖRÐUN
Við kennum þér að gera fallega húð með því að nota þínar eigin vörur. Hvernig þú finnur réttan lit af farða. Staðsetning á hyljara, skyggingu og highlighter. Hvernig er best að púðra húðina án þess að það myndist línur og margt fleira.
-
KVÖLDFÖRÐUN
Við förum saman skref fyrir skref yfir fallega kvöldförðun og leiðbeinum þér réttu handtökin á þitt eigið andlit. Þú getur valið um að læra beauty eða smokey förðun, eða bæði.
Einnig er veitt ráðgjöf varðandi snyrtivörukaup. Tilvalið námskeið til að læra réttu handtökin og geta farðað þig fyrir öll tilefni.
Guðný Björg og Vigdís, útskrifaðir förðunarfræðingar frá Reykjavík Makeup School, kenna námskeiðið.
![](http://makeupschool.is/cdn/shop/files/Kristin_Una2.jpg?v=1669398955)
Skipuleggðu skemmtilega Kvöldstund fyrir vinahópinn
ATH! Hafðu samband til að bóka skemmtilega kvöldstund með vinahópnum. Einnig er hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga fyrir námskeiðsgjöldin - tilvalið að hafa samband við sitt stéttafélag og kynna sér málið betur.
Hafðu samband