FJARNÁM
Skráðu þig fyrir haustið
Reykjavík Makeup School býður loksins uppá að taka grunnnám í förðunarfræði í fjarnámi. Námið hentar öllum sem hafa áhuga á förðun, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir. Fjarnámið hentar einstaklega vel þeim sem búa út á landi eða þeim sem geta ekki verið í staðnámi að sökum vinnu.
Í náminu verður farið yfir öll helstu undirstöðuatriði í förðun og að loknu námi útskrifast nemendur með diplómu í förðunarfræði.
Nemendur fá sent förðunarkitt og kennsluefni. Í fjarnáminu eru vikuleg verkefnaskil og þurfa nemendur að mæta í lotur og sýna fram á skilning og kunnáttu á námsefninu. Loturnar eru skipulagðar í sameiningu við nemendur. Hver og einn getur tekið námið á sínum tíma.
Fyrir allar nánari upplýsingar varðandi uppsetningu fjarnámsins sendu okkur tölvupóst á rvk@makeupschool.is eða skráðu þig hér í flipanum að neðan og við höfum samband við þig. skráðu þig hérÍ FJARNÁMINU ER MEÐAL ANNARS FARIÐ YFIR:
-
HÚÐUMHIRÐA
Nemendur fá góða yfirferð á grunnþekkingu í almennri húðumhirðu. Farið er meðal annars yfir hvernig greina má helstu húðtýpur og mikilvægi þess að undir búa húðina áður en hún er förðuð.
-
GRUNNUR Í FÖRÐUN
Farið er vel í alla grunnþætti förðunar. Það er farið ítarlega yfir undirstöðuatriði góðrar húðvinnu. Nemendur læra mismunandi áferðir, litaleiðréttingu, litaval, hvernig á að vinna með mismunandi andlitsföll og skyggingar. Lagt er áherslu á að sýna nemendum mismunandi aðferðir og tækni.
-
POC FÖRÐUN
Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og pössum að nemendur okkar fái grunn og reynslu á mismunandi húð- og undirtóna. Farið er vel yfir grunnförðun og augnfarðanir á mismunandi húðtónum.
-
AUGABRÚNIR
Mismunandi aðferðir við að móta augabrúnir. Náttúrulegar, soap brows, mótaðar ofl.
-
EYELINER
Mismunandi aðferðir og tækni við eyeliner.
-
VARIR
Notkun varablýanta og mótun vara, hvernig á að nota sterka liti á varir. Látlausar varir.
-
TILEFNIS FARÐANIR
Létt förðun, beauty, smokey, halo, soft glam, full glam, cut crease, litrík förðun, drag förðun og margt fleira.
-
BRÚÐARFÖRÐUN
Farið er vel yfir brúðarförðun, brúðarprufu, hvernig gef ég brúðurinni auka lúxus. Hvernig skal bregðast við aðstæðum, verðlagning ofl.
-
EDITORIAL OG FASHION
Nemendur læra létta förðun, no makeup makeup, editorial, draping, glossy, monochrome, fashion runway og margt fleira sem nýtist í tískusýningar, myndaþætti og fleira.
-
SJÓNVARPSFÖRÐUN
Nemendur læra sjónvarpsförðun fyrir konur og karla.
-
SPECIAL EFFECTS
Nemendur læra grunninn í special effects.
-
DRAG FÖRÐUN
Nemendur læra og fá að spreyta sig í dragförðun með dragdrottningu Íslands, Gógó Starr!
-
INSTAGRAM FÖRÐUN
Litrík instagram förðun þar sem „more is more“. Inspo frá Mmmitchell og P.louise.
-
TÍMABILAFARÐANIR
Farið er yfir farðanir á öllum helstu tímabilum og hvernig er hægt að nútímavæða hvert tímabil fyrir sig.
-
HÁR
Nemendur læra grunntök í hárgreiðslu frá fagmanni.
-
HVERNIG STARFA ÉG SEM FÖRÐUNARFRÆÐINGUR
Nemendur fá leiðbeiningar og kynningu á öllum þeim störfum sem hægt er að starfa við sem förðunarfræðingur, ásamt ráðleggingum varðandi sjálfstæðan rekstur og verðlagningu.
-
MARKAÐSSETNING FÖRÐUNARFRÆÐINGA
Við veitum nemendum mismunandi tól sem gagnast þeim í að koma sér á framfæri og markaðssetja sjálfan sig og leggjum áherslu á að hvetja nemendur okkar áfram.
-
DIGITAL CONTENT CREATION
Nemendur fá að auki góða kennslu tengda samfélagsmiðlum og efnissköpun á öllum helstu samfélagsmiðlum. Hvernig skal taka myndir til að skara fram úr, taka upp myndbönd og klippa fyrir instagram og tiktok. Leiðbeiningar varðandi instagram stories og margt fleira.
-
SÓTTHREINSUN ÁHALDA OG LÍKAMSBEITING
Við leggjum mikla áherslu á hreinlæti, sótthreinsun áhalda og líkamsbeitingu.
-
KYNNINGARTÍMAR FRÁ HEILDVERSLUNUM
Einnig eru heildverslanir með kynningartíma þar sem nemendur fá að kynnast öllum helstu snyrtivörunum á markaðinum og læra á þær. Þetta stækkar tengslanet förðunarfræðinga.
Á meðan náminu stendur verða einnig vísindaferðir og starfskynningar fyrir nemendur.
Nemendur fá glæsilegan förðunarpakka með öllum helstu vörum sem tilvonandi förðunarfræðingar þurfa til að koma sér af stað.
Förðunarpakkinn inniheldur meðal annars vörur frá Makeup by Mario, MAC, Real Techniques, Beautyblender, Estée Lauder, Lancôme, Urban Decay, NYX Professional Makeup, Eylure, Mist & co. og My Kit Co.
Allir nemendur skólans fá sérhannaða professional förðunartösku sem er tilvalin til að ferðast með kittið sitt. Sjá myndband hér að neðan.
Nemendur útskrifast með diplóma í förðun að námi loknu með starfsheitið förðunarfræðingur/makeup artist. Diploman er gefin út á íslensku og ensku. Nemendum verður boðið upp á að taka þátt í skemmtilegum verkefnum og myndatökum á meðan náminu stendur og að námi loknu.
VERÐ 560.000KR.
Innifalið í verðinu er glæsilegur vörupakki sem inniheldur allar þær vörur sem tilvonandi förðunarfræðingur þarf til að byrja. Vörurnar eru sérvaldar af okkur og eru á meðal okkar uppáhalds vara. Glæsilega förðunartösku, námsgögn, ljósmyndir af lokaverkefnum og diplóma í förðunarfræði.
Að loknu námi útskrifast þú með starfsheitið förðunarfræðingur/makeup artist.
ATH! Reykjavík Makeup School býður upp á kortalán hjá Borgun í allt að 36 mánuði og Valitor, einnig kortaláust lán hjá Pei og Netgíró. Einnig er hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga - tilvalið að hafa samband við sitt stéttafélag og kynna sér málið betur.
skráðu þig hér