Heiður Ósk Eggertsdóttir

Eigandi

Heiður Ósk Eggertsdóttir er eigandi Reykjavík Makeup School og stofnandi/eigandi HI beauty. Heiður er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist úr Háskóla Íslands með Bs gráðu í viðskiptafræði árið 2016 og með diplóma í förðunarfræði við Reykjavík Makeup School árið 2017.

Heiður Ósk ásamt Ingunni Sig myndar dúoið HI beauty. HI beauty er miðill sem fjallar um allt snyrtitengt og er á skömmum tíma orðinn einn stærsti snyrtitengdi samfélagsmiðill landsins en HI beauty festi einnig kaup á Reykjavík Makeup School árið 2021.

HI beauty hafa komið víða við í sínum fyrirtækjarekstri og hafa blandað saman viðskiptafræði grunni sínum við förðunarheiminn og fjölmiðla.

Heiður og Ingunn eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins sem eru vefþættir og hafa þær gefið út tvær seríur af þáttunum á mest lesna vefmiðli landsins, Vísir.is Einnig hafa HI beauty verið pistlahöfundir hjá Lífinu á Vísir.is og haldið úti sínu eigin podcasti, The HI beauty podcast.

Árið 2022 fengu Heiður og Ingunn þann heiður að vera aðal álitsgjafar/dómarar í þáttunum Make up sem komu út í Sjónvarpi Símans árið 2022.

Heiður hefur verið einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins og hefur tekið að sér fjölda ólíkra verkefna í gegnum árin en sérhæfir sig núna í brúðkaupum og förðunum fyrir sérstök tilefni.

Markmið Heiðar er að halda kennslu Reykjavík Makeup School persónulegri og í takt við nútímann ásamt því að miðla þeirri reynslu sem hún hefur náð sér í við gerð efnis á hinum ýmsu netmiðlum til nemenda sinna.

Ingunn Sigurðardóttir

Eigandi

Ingunn Sigurðardóttir er eigandi Reykjavík Makeup School og stofnandi/eigandi HI beauty. Ingunn er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist úr Háskóla í Reykjavík með Bs gráðu í viðskiptafræði árið 2018 og með diplóma í förðunarfræði við Mood Makeup School árið 2014.

Ingunn Sig ásamt Heiði Ósk myndar dúoið HI beauty. HI beauty er miðill sem fjallar um allt snyrtitengt og er á skömmum tíma orðinn einn stærsti snyrtitengdi samfélagsmiðill landsins en HI beauty festi einnig kaup á Reykjavík Makeup School árið 2021.

HI beauty hafa komið víða við í sínum fyrirtækjarekstri og hafa blandað saman viðskiptafræði grunni sínum við förðunarheiminn og fjölmiðla.

Ingunn og Heiður eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins sem eru vefþættir og hafa þær gefið út tvær seríur af þáttunum á mest lesna vefmiðli landsins, Vísir.is Einnig hafa HI beauty verið pistlahöfundir hjá Lífinu á Vísir.is og haldið úti sínu eigin podcasti, The HI beauty podcast.

Árið 2022 fengu Ingunn og Heiður þann heiður að vera aðal álitsgjafar/dómarar í þáttunum Make up sem komu út í Sjónvarpi Símans árið 2022.

Ingunn Sig hefur verið einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins og hefur tekið að sér fjölda ólíkra verkefna í gegnum árin, hún sá meðal annars um að búa til sýnikennslu myndbönd fyrir Beautybox snyrtivöruverslun árið 2019-2020.

Í dag sérhæfir Ingunn sig í editorial förðun og hefur það markmið að veita persónulega kennslu og hvetja nemendur að hugsa út fyrir kassann og finna sinn eigin listamann.

Elísabet Blöndal

Ljósmyndari

Elísabet Blöndal er ljósmyndari Reykjavík Makeup School. Elísabet er Hafnafjarðarmær sem hefur haft áhuga á ljósmyndun frá því að hún man eftir sér. Elísabet hefur verið að taka að sér ýmiss skemmtileg verkefni frá árinu 2017. Hún hefur myndað brúðkaup, fjölskyldur, viðburði, vörumyndir og stúdíó myndatökur svo eitthvað sé nefnt. Elísabet var aðal ljósmyndari Make Up í Sjónvarpi Símans 2022.

Elísabet kemur inn á 8 vikna diplómunáminu okkar og myndar lokaverkefni nemenda ásamt því að vera aðal ljósmyndari Reykjavík Makeup School.

Sunna Björk Erlingsdóttir

Kennari

Sunna Björk er einn af okkar færustu og eftirsóttustu förðunarfræðingum á Íslandi, hún starfar við fagið hér á landi og í París. Sunna hefur sérhæfingu í beauty og fashion förðun frá Makeup Forever Academy í París og hefur starfað fyrir fjölda verkefna í tísku-, auglýsinga og tónlistarbransanum. 
Sunna hefur meðal annars unnið fyrir Björk, Gucci og Zara. Verkin hennar Sunnu hafa birst í breska, ítalska, pólska og skandinavíska Vogue og á forsíðu I-D, ELLE og Numeró Tokyo.

Sunna kemur inn á 8 vikna diplómunáminu okkar og kennir nemendum editorial förðun ásamt því að fara yfir listsköpunarferlið við að hanna look frá grunni. Sunna sinnir einnig æfingartímum þar sem hún gefur persónulega kennslu við hennar aðferðir og tækni.

GóGó Starr

Kennari

Skærasta drag-stjarna landsins, Gógó Starr. Gógó var krýnd Dragdrottning Íslands 2015 og hefur síðan þá skotist upp á stjörnuhimininn, en hún endurvakti íslenska dragmenningu með því að setja upp sýningarnar Drag-Súgur, sem hafa algjörlega slegið í gegn. Sigurður klæddi sig fyrst upp sem Gógó Starr árið 2010 og er eini draglistamaðurinn sem hefur fulla atvinnu af slíku hér á landi. Gógó var fjallkonan árið 2018 og hefur ferðast um heiminn og komið víða fram, meðal annars með drag-súperstjörnum úr RuPaul’s Drag Race.

Gógó kemur inn á 8 vikna diplómunámið hjá okkur og kennir nemendum okkar drag förðun ásamt ýmsum trickum sem koma úr dragheiminum. Dragförðun hefur náð nýjum hæðum í förðunarheiminum eftir vinsældir RuPaul’s Drag Race og erum við ótrúlega spennt fyrir þessari nýjung hjá skólanum.