Heiður Ósk Eggertsdóttir

Eigandi

Heiður Ósk Eggertsdóttir er eigandi Reykjavík Makeup School og stofnandi/eigandi HI beauty. Heiður er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist úr Háskóla Íslands með Bs gráðu í viðskiptafræði árið 2016 og með diplóma í förðunarfræði við Reykjavík Makeup School árið 2017.

Heiður Ósk ásamt Ingunni Sig myndar dúoið HI beauty. HI beauty er miðill sem fjallar um allt snyrtitengt og er á skömmum tíma orðinn einn stærsti snyrtitengdi samfélagsmiðill landsins en HI beauty festi einnig kaup á Reykjavík Makeup School árið 2021.

HI beauty hafa komið víða við í sínum fyrirtækjarekstri og hafa blandað saman viðskiptafræði grunni sínum við förðunarheiminn og fjölmiðla.

Heiður og Ingunn eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins sem eru vefþættir og hafa þær gefið út tvær seríur af þáttunum á mest lesna vefmiðli landsins, Vísir.is Einnig hafa HI beauty verið pistlahöfundir hjá Lífinu á Vísir.is og haldið úti sínu eigin podcasti, The HI beauty podcast.

Árið 2022 fengu Heiður og Ingunn þann heiður að vera aðal álitsgjafar/dómarar í þáttunum Make up sem komu út í Sjónvarpi Símans árið 2022.

Heiður hefur verið einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins og hefur tekið að sér fjölda ólíkra verkefna í gegnum árin en sérhæfir sig núna í brúðkaupum og förðunum fyrir sérstök tilefni.

Markmið Heiðar er að halda kennslu Reykjavík Makeup School persónulegri og í takt við nútímann ásamt því að miðla þeirri reynslu sem hún hefur náð sér í við gerð efnis á hinum ýmsu netmiðlum til nemenda sinna.

Ingunn Sigurðardóttir

Eigandi

Ingunn Sigurðardóttir er eigandi Reykjavík Makeup School og stofnandi/eigandi HI beauty. Ingunn er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist úr Háskóla í Reykjavík með Bs gráðu í viðskiptafræði árið 2018 og með diplóma í förðunarfræði við Mood Makeup School árið 2014.

Ingunn Sig ásamt Heiði Ósk myndar dúoið HI beauty. HI beauty er miðill sem fjallar um allt snyrtitengt og er á skömmum tíma orðinn einn stærsti snyrtitengdi samfélagsmiðill landsins en HI beauty festi einnig kaup á Reykjavík Makeup School árið 2021.

HI beauty hafa komið víða við í sínum fyrirtækjarekstri og hafa blandað saman viðskiptafræði grunni sínum við förðunarheiminn og fjölmiðla.

Ingunn og Heiður eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins sem eru vefþættir og hafa þær gefið út tvær seríur af þáttunum á mest lesna vefmiðli landsins, Vísir.is Einnig hafa HI beauty verið pistlahöfundir hjá Lífinu á Vísir.is og haldið úti sínu eigin podcasti, The HI beauty podcast.

Árið 2022 fengu Ingunn og Heiður þann heiður að vera aðal álitsgjafar/dómarar í þáttunum Make up sem komu út í Sjónvarpi Símans árið 2022.

Ingunn Sig hefur verið einn eftirsóttasti förðunarfræðingur landsins og hefur tekið að sér fjölda ólíkra verkefna í gegnum árin, hún sá meðal annars um að búa til sýnikennslu myndbönd fyrir Beautybox snyrtivöruverslun árið 2019-2020.

Í dag sérhæfir Ingunn sig í editorial förðun og hefur það markmið að veita persónulega kennslu og hvetja nemendur að hugsa út fyrir kassann og finna sinn eigin listamann.

Elísabet Blöndal

Ljósmyndari

Elísabet Blöndal er ljósmyndari Reykjavík Makeup School. Elísabet er Hafnafjarðarmær sem hefur haft áhuga á ljósmyndun frá því að hún man eftir sér. Elísabet hefur verið að taka að sér ýmiss skemmtileg verkefni frá árinu 2017. Hún hefur myndað brúðkaup, fjölskyldur, viðburði, vörumyndir og stúdíó myndatökur svo eitthvað sé nefnt. Elísabet var aðal ljósmyndari Make Up í Sjónvarpi Símans 2022.

Elísabet kemur inn á 8 vikna diplómunáminu okkar og myndar lokaverkefni nemenda ásamt því að vera aðal ljósmyndari Reykjavík Makeup School.

Sunna Björk Erlingsdóttir

Kennari

Sunna Björk er einn af okkar færustu og eftirsóttustu förðunarfræðingum á Íslandi, hún starfar við fagið hér á landi og í París. Sunna hefur sérhæfingu í beauty og fashion förðun frá Makeup Forever Academy í París og hefur starfað fyrir fjölda verkefna í tísku-, auglýsinga og tónlistarbransanum. 
Sunna hefur meðal annars unnið fyrir Björk, Gucci og Zara. Verkin hennar Sunnu hafa birst í breska, ítalska, pólska og skandinavíska Vogue og á forsíðu I-D, ELLE og Numeró Tokyo.

Sunna kemur inn á 8 vikna diplómunáminu okkar og kennir nemendum editorial förðun ásamt því að fara yfir listsköpunarferlið við að hanna look frá grunni. Sunna sinnir einnig æfingartímum þar sem hún gefur persónulega kennslu við hennar aðferðir og tækni.

Rakel María Hjaltadóttir

Kennari

Þrátt fyrir ungan aldur er Rakel María einn af okkar reynslumestu kennurum. Rakel byrjaði aðeins 19 ára að vinna í leikhúsi sem hárgreiðslunemi og vann þar í áratug. Hún er lærður hársnyrtir og útskrifaðist úr Reykjavík Makeup School árið 2018. Rakel hefur unnið í fullu starfi við allt sem viðkemur "show bis" síðan og hefur gríðarlega mikla reynslu í faginu.

Árið 2020 lærði Rakel special effects förðun í Pinewood Studios í London og fór í kjölfarið beint inn í stórt verkefni fyrir NETFLIX. Rakel hefur sjálf einnig gefið út þættina Okkar Eigið Ísland á Vísir.is og slógu þættirnir heldur betur í gegn en þar sýnir Rakel okkur hversu óstöðvandi hún er í einu og öllu.

Rakel starfar nú sem yfirmaður förðunardeildar Stöðvar 2 og er hún í fullu starfi þar ásamt því að vera gestakennari í Reykjavík Makeup School.

Rakel kemur inn á 8 vikna diplómunáminu okkar og kennir nemendum okkar sjónvarpsförðun ásamt SFX förðun. Rakel talar einnig við nemendur okkar um bransann, hvernig skal vinna sem förðunarfræðingur og hvernig er best að koma sér á framfæri.

Karin Kristjana Hindborg

Kennari

Karin lærði förðun árið 2007 í EMM School of Makeup og fór í framhaldsnám 2008. Hún er með BA próf í sænsku & uppeldis og menntunarfræði. Karin vann freelance og sem retail artist hjá MAC og var sú fyrsta á landinu til að komast í EVENT Team hjá MAC. Á tíma sínum hjá MAC fór Karin út til Danmerkur, sat fjölbreytt námskeið og vann á Danish Fashion Week.

Á ferli sínum sem freelance förðunarfræðingur farðaði Karin fyrir allskonar fashion&editorial verkefni, bíómyndir og einnig auglýsingar. Karin fór síðan all in í brúðkaupsgeirann og hefur gríðarlega mikla reynslu á því sviði. Karin vann aðeins í heildsölugeiranum og var vörumerkjastjóri Clinique um tímabil.

Árið 2014 stofnaði Karin NOLA sem litla netverslun en í dag er NOLA orðin ein stærsta cruelty free snyrtivöruverslun á norðurlöndunum. NOLA hefur skapað fullt af tækifærum fyrir Karin eins og að vinna á NYC Fashion Week og farða fyrir Rússneska Vogue svo eitthvað sé nefnt.

Karin kemur inn sem gestakennari á 8 vikna diplómunáminu okkar og tekur þátt í að kenna nemendum okkar ýmiss grunnatriði, meðal annars mikilvægi þess að undirbúa húðina fyrir förðun, húðumhirðu, hreinlæti og fer yfir vinnureglur förðunarfræðinga.

GóGó Starr

Kennari

Skærasta drag-stjarna landsins, Gógó Starr. Gógó var krýnd Dragdrottning Íslands 2015 og hefur síðan þá skotist upp á stjörnuhimininn, en hún endurvakti íslenska dragmenningu með því að setja upp sýningarnar Drag-Súgur, sem hafa algjörlega slegið í gegn. Sigurður klæddi sig fyrst upp sem Gógó Starr árið 2010 og er eini draglistamaðurinn sem hefur fulla atvinnu af slíku hér á landi. Gógó var fjallkonan árið 2018 og hefur ferðast um heiminn og komið víða fram, meðal annars með drag-súperstjörnum úr RuPaul’s Drag Race.

Gógó kemur inn á 8 vikna diplómunámið hjá okkur og kennir nemendum okkar drag förðun ásamt ýmsum trickum sem koma úr dragheiminum. Dragförðun hefur náð nýjum hæðum í förðunarheiminum eftir vinsældir RuPaul’s Drag Race og erum við ótrúlega spennt fyrir þessari nýjung hjá skólanum.

Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack

Kennari

Theodóra Mjöll lauk sveinsprófi í hárgreiðslu vorið 2008 og BA í Vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2016. Theodóra hefur unnið sem “freelance” hárgreiðslukona frá útskrift og hefur hún greitt fyrir tímarit eins og VOGUE, ELLE, Womens health, V-magazine, Glamour svo fátt eitt sé nefnt.

Theodóra er einna þekktust fyrir að vera höfundur bókarinnar HÁRIÐ sem kom út árið 2012, HÁRBÓKIN sem kom út árið 2019 ásamt nokkrum öðrum hárbókum sem hafa komið út í gegn um árin. Má þar nefna bækur undir merki Disney sem hafa verið gefnar út um allan heim.

Árin 2013-2017 vann Theodóra Mjöll með hárvörumerkinu HH Simonsen og gaf út greiðslumyndbönd, greiddi fyrir kynningarefni þeirra, bæklinga og fleira. Hún hefur komið að þáttagerð fyrir 365 miðla þar sem hún kom bæði að eigin þáttagerð sem og öðru efni, meðal annars Íslandi í Dag. Theodóra sá um hárgreiðslur í þáttunum Allir Geta Dansað sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2019.

Theodóra stofnaði hárvörumerkið sitt Thea árið 2021 og hefur komið inn sem gestakennari á öll námskeið hjá Reykjavík Makeup School frá því að skólinn hóf starfsemi sína árið 2014 og kennt nemendum fallegar hárgreiðslur.

Ugla Snorradóttir

Kennari

Ugla er uppalin á Akureyri og útskrifaðist sem stúdent frá VMA jólin 2020. Ugla vann lengi í skartgripaversluninni Úr og Skartgripir á Glerártorgi sem langafi hennar setti á laggirnar árið 1950 og er hún alltaf með óaðfinnanlega skartgripi. Í lok ágúst 2021 flutti Ugla til Reykjavíkur til að sækja förðunarnám í Reykjavík Makeup School og í október útskrifaðist hún sem förðunarfræðingur með 10 í lokaeinkunn, sem er hæsta lokaeinkunn sem gefin hefur verið í skólanum.

Ugla hefur farðað fyrir ýmsar myndatökur frá útskrift og sá um förðun á Kristínu Péturs þáttastjórnanda í Make Up þáttunum í Sjónvarpi Símans árið 2022. Hún kemur inn á 8 vikna diplómunáminu og kennir nemendum óaðfinnanlegt cut crease.

Rannveig Óladóttir

Kennari

Rannveig byrjaði að að fikta við förðun þegar hún var einungis 15.ára gömul og var þá mikið að leika sér með fantasíu og leikhúsförðun. Hún fékk vinnu hjá MAC þegar hún var sjálflærð og vann þar í tvö og hálft ár, í mars 2021 útskrifaðist hún svo sem förðunarfræðingur. Rannveig hefur unnið hjá Borgarleikhúsinu og hefur farðað fyrir sjónvarp, myndatökur og allskyns skemmtileg verkefni ásamt því að kenna förðun.

Þið kannist kannski við Rannveigu úr Make Up þáttunum í Sjónvarpi Símans árið 2022, en þar má sjá á kristaltæru færni hennar í faginu. Rannveig er einnig naglafræðingur og er með tvær diplómur í því fagi.

Rannveig kemur inn á 8 vikna diplóma námskeiðinu okkar og kennir nemendum okkar tímabilafarðanir með nútíma ívafi.

Rannveig er í pásu frá kennslu þar sem hún hefur verið valin í teymi förðunarfræðinga sem vinna að sjónvarpsseríunni True Detective og eigum við fulla von á því að kvikmyndaferill hennar sé rétt að byrja og hlökkum til að fá hana til baka reynslunni ríkari.

Ester Olga Mondragon

Kennari

Ester er uppalin á Íslandi og Costa Rica og talar reiprennandi spænsku. Hún útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School árið 2020. Ester vann hjá Danól um tíma og hefur tekið að sér allskyns fjölbreytt verkefni síðan hún útskrifaðist. Hún hefur unnið við auglýsingar, myndatökur, þætti og kvikmyndir.

Ester var aðal förðunarfræðingur þáttanna Æði á Stöð 2 fyrir seríu 2 og 3. Það kannast líklegast margir við Ester frá þáttunum Make Up í Sjónvarpi Símans árið 2022 en þar stóð hún uppi sem sigurvegari og sýndi hversu fær hún er í sínu fagi.

Í dag vinnur Ester hjá Elíra förðunarversluninni ásamt því að kenna hjá Reykjavík Makeup School. Ester kemur inn á 8 vikna diplómunáminu og kennir POC (Person of Color) förðun.

Salóme Ósk Jónsdóttir

Kennari

Salóme Ósk útskrifaðist sem förðunarfræðingur frá Academy of Freelance Makeup í London árið 2014. Eftir útskrift vann hún mest í tískubransanum á Íslandi og tók að sér ýmiss verkefni. Salóme er einnig lærður hársnyrtir og útskrifaðist úr Tækniskólanum árið 2018 með hæstu einkunn á sveinsprófi í sínum hóp. Hún vann á hárgreiðslustofu og í Þjóðleikhúsinu í nokkur ár áður en hún færði sig yfir í kvikmyndabransann.

Frá 2020 hefur hún verið í förðunarteymi fyrir þætti og kvikmyndir á Íslandi. Salóme farðaði meðal annars fyrir Ófærð 3, Godland, Villibráð og allskonar auglýsingar. Haustið 2021 flutti hún til London þar sem hún vann við prequel þættina Witcher Blood Origin og svo seinna Witcher season 3 fyrir NETFLIX.

Salóme Ósk kemur inn á 8 vikna diplómunáminu okkar og kennir kvikmyndaförðun ásamt því að fara yfir það hvernig er að vinna á kvikmyndasetti frá A-Ö.