Reykjavík Makeup School

Reykjavik Makeup School er elsti og stærsti förðunarskóli á Íslandi, stofnaður í október 2013.

Útskrifaðir nemendur frá skólanum eru yfir 900 og hefur skólinn tekið sér stall sem leiðandi skóli í menntun til förðunarnáms á Íslandi.

Eigendur Reykjavík Makeup School eru Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir. Þær hafa áralanga reynslu á fjölbreyttum sviðum förðunargeirans ásamt reynslu í fyrirtækjarekstri.

Reykjavik Makeup School leggur mikla áherslu á metnað, fjölbreytta og persónulega kennslu og vönduð vinnubrögð. Allir kennarar skólans hafa mikla reynslu á sínum sviðum, hafa lokið förðunarnámi hérlendis/erlendis og setið framhaldsnám í förðun.

Á námskeiðum skólans er farið vel yfir öll undirstöðuatriði í förðun og tekið er fyrir það helsta í förðunarheiminum í dag. Á síðustu árum hefur orðið mikið um áherslubreytingar í förðun og pössum við að kennslan í skólanum haldi fast í alla tískustrauma og aðlögum við okkur að nýrri tækni og aðferðum.

Reykjavík Makeup School býður einnig upp á förðunarnám fyrir einstaklinga sem vilja læra að farða sitt eigið andlit.

Við leggjum einnig mikla áherslu á að nemendur frá okkur útskrifist með góðan grunn og geti tekið að sér fjölbreytt verkefni beint eftir útskrift.

Á námskeiðum okkar er meðal annars kennd förðun fyrir einstaklinga, tískusýningar, auglýsingar, myndatökur og fá nemendur að þeyta æfingar í þessum förðunum vikulega.

OWNERS

Ingunn Sigurðardóttir

EIGENDUR

Heiður Ósk Eggertsdóttir