Haustið 2022 ákváðum við að breyta lokaverkefnum nemenda. Markmiðið var að nemendur upplifi sig sem förðunarfræðingur á setti í raunverulegri myndartöku. Við fengum því til liðs við okkur Laugar Spa og settum upp myndartöku fyrir auglýsingaherferð þeirra þar sem nemendur okkar förðuðu og unnu náið með stílista og ljósmyndara. Myndartakan gekk eins og í sögu og erum við ótrúlega stoltar af nemendum okkar og útkomunni. Hér að neðan má sjá myndirnar og myndband úr lokaverkefninu.
Ljósmyndari verkefnisins var Berglaug Petrea.
Stílisti / creative director Júlía Grönvaldt.
Hér að neðan má sjá behind the scenes video frá myndartökunni.
Hafðu samband við okkur ef þú vilt taka þátt í myndartökum Reykjavík Makeup School