Lokaverkefni nemenda í diplómanámi í mars 2023 var unnið í samstarfi við útivista og lífstílsmerkið 66 Norður. Myndatakan fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika og var útkoman einstaklega skemmtileg.
Hér að neðan má sjá myndir sem komu út úr verkefninu.
Við erum alltaf jafn stoltar af nemendum okkar og sérstaklega þegar afrakstur vinnu þeirra kemur út svona glæsilega.
Ljósmyndari verkefnisins var Elísabet Blöndal og sá Sigrún Jörgensen um stíliseringu á fatnaði frá 66 Norður.
Nemendur skólans sáu um hár og förðun á módelum.
Við höldum diplómanámskeið fjórum sinnum á ári. Fyrir nánari upplýsingar endilega sendið tölvupóst á rvk@makeupschool.is