Reykjavík Makeup School x AndreA & Spritz Venue

Reykjavík Makeup School x AndreA & Spritz Venue

Síðustu lokapróf ársins eru senn á enda og erum við enn og aftur ekkert smá stoltar af nemendum okkar. Á haustönn hafa lokaprófin verið með öðru sniði en vanarlega en við höfum fengið fyrirtæki með okkur í lið til að aðstoða með útfærslu lokaverkefnanna. Í þetta sinn var myndað Smokey lokaverkefnið á Spritz Venue sem er glæsilegur veislusalur staðsettur í hjarta Reykjavíkur. Salurinn býður upp á marga spennandi staði fyrir myndartökur og náðum við að nýta hann ótrúlega vel og erum ótrúlega ánægðar með útkomuna. 


Fatamerkið AndreA sá um fatnað í myndartökunni og fengum við einnig verslunarstjóra Andreu, Ósk til að koma og aðstoða við stíliseringu á módelunum. Salurinn og fötin gerðu myndartökuna ótrúlega skemmtilega og var glamúr og gleði við völd. 

Hér að neðan má sjá myndir úr Smokey lokaverkefni nemenda okkar.

Hér má síðan sjá video bakvið tjöldin á myndartökunni. 

Ef þú vilt taka þátt í lokaverkefnum Reykjavík Makeup School endilega sendu okku línu.

Back to blog