Þann 4.nóvember héldum við MASTERCLASS í samstarfi við snyrtivöru-risann Lancôme. Viðburðurinn var haldinn í Ballroom salnum á Reykjavík Edition hótelinu og var sá glæsilegasti sem haldinn hefur verið hér á landi.
Heiður Ósk, eigandi Reykjavík Makeup School sýndi hina fullkomnu 'Holiday Glam' förðun með sínum uppáhalds vörum frá Lancôme. Á síðustu árum hefur Lancôme tekið miklum breytingum, með komu Lisu Eldridge sem Global Creative Director hjá merkinu hafa komið út nýjar, spennandi og ótrúlega vandaðar vörur sem hafa slegið í gegn hjá förðunarfrængum á heimsvísu.
Á Reykjavík Makeup School x Lancôme MASTERCLASS fögnuðum við þeim frábæru nýjungum og því sem er framundan hjá merkinu. Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum en yfir 200 manns mættu á viðburðinn.
Hér að neðan má sjá video frá viðburðinum.
Hér að neðan má sjá umfjöllun og myndir frá viðburðinum. Fylgist með okkur hér á heimasíðu skólans og samfélagsmiðlum fyrir fleiri viðburði í framtíðinni.