Eitt af editorial verkefnum nemenda okkar á haustönn var unnið í samstarfi við fatahönnuðinn
Sif Benedicta. Nemendur skólans stóðu sig að vana ótrúlega vel og erum við ekkert smá stoltar að sýna frá útkomunni.
Myndatakan var staðsett í Höfuðstöðinni og var ljósmyndari verkefnisins að vana Elísabet Blöndal.
Allar fyrirsætur í verkefninu eru frá EY Agency.
Við elskum að fara í samstarf með íslenskum hönnuðum og var ótrúlega gaman að para saman fjölnota og fjölbreyttu flíkurnar og skartið frá Sif Benedicta.
Reykjavík Makeup School býður upp á Diplómanám í förðunarfræði fjórum sinnum á ári. Fyrir nánari upplýsingar um námskeið og dagsetningar er best að senda tölvupóst á rvk@makeupschool.is