Reykjavík Makeup School x VEST

Reykjavík Makeup School x VEST

Síðustu lokapróf ársins eru senn á enda og erum við enn og aftur ekkert smá stoltar af nemendum okkar. Á haustönn hafa lokaprófin verið með öðru sniði en vanarlega en við höfum fengið fyrirtæki með okkur í lið til að aðstoða með útfærslu lokaverkefnanna. Í þetta sinn var myndað Beauty lokaverkefnið í einni fallegustu húsgagnaverslun landsins, VEST
Verslunin er guðdómlega innréttuð með hágæða, fallegum húsgögnum og

 býður upp á marga spennandi staði fyrir myndartökur og náðum við að nýta staðsetninugna ótrúlega vel og erum ótrúlega ánægðar með útkomuna. 

Ljósmyndari verkefnisins er Elísabet Blöndal


Módel sem tóku þátt í verkefninu eru frá Eskimo.


Hér að neðan má sjá myndir úr Beauty lokaverkefni nemenda okkar.

Hér má síðan sjá video bakvið tjöldin á myndartökunni. 

Ef þú vilt taka þátt í lokaverkefnum Reykjavík Makeup School endilega sendu okku línu.

Back to blog