MAKEUP FYRIR BYRJENDUR

Námskeið í boði
Skráðu þig á biðlista til að fá upplýsingar um næsta námskeið

skráðu þig hér

Makeup fyrir byrjendur er námskeið fyrir alla aldurshópa. Námskeiðið stendur yfir í þrjár klukkustundir er hugsað fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu skref í förðun. Farið verður yfir grunnkennslu í förðun ásamt því að kenndar verða góðar aðferðir til þess að hylja bólur. Farið verður yfir húðumhirðu, litaleiðréttingar, húðgerðir-og áferðir og hvernig skal koma fram við húðina þegar hún er viðkvæm. Sýnikennsla verður á léttri förðun með áherslu á litaójöfnuði og áferð húðarinnar.


Rósa Guðbjörg og Hafdís eru útskrifaðir förðunarfræðingar frá Reykjavík Makeup School og hafa brennandi áhuga á förðun og því sem fylgir henni. Þær ætla að kenna förðunarnámskeið sem er tilvalið fyrir byrjendur og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun. Farið verður yfir öll helstu grunntökin og hvernig best er að raða förðunarvörunum á húðina ásamt mismunandi aðferðum og tækni sem gott er að tileinka sér.

VERÐ 14.990KR.

Námskeiðið er opið öllum og tilvalið sem mæðgnastund/mæðginastund.

ATH! Reykjavík Makeup School býður upp á kortalaust lán hjá Pei og Netgíró. Einnig er hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga - tilvalið að hafa samband við sitt stéttafélag og kynna sér málið betur.

Skráðu þig hér