MAKEUP FYRIR BYRJENDUR

Námskeið í boði
16.mars frá 18:00-21:00
19.mars frá 13:00-16:00 - FULLT

skráðu þig hér

Makeup fyrir byrjendur er námskeið fyrir alla aldurshópa. Námskeiðið stendur yfir í þrjár klukkustundir er hugsað fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu skref í förðun. Farið verður yfir grunnkennslu í förðun ásamt því að kenndar verða góðar aðferðir til þess að hylja bólur. Farið verður yfir húðumhirðu, litaleiðréttingar, húðgerðir-og áferðir og hvernig skal koma fram við húðina þegar hún er viðkvæm. Sýnikennsla verður á léttri förðun með áherslu á litaójöfnuði og áferð húðarinnar.


Guðný og Vigdís eru útskrifaðir förðunarfræðingar frá Reykjavík Makeup School og hafa brennandi áhuga á förðun og því sem fylgir henni. Þær ætla að kenna förðunarnámskeið sem er tilvalið fyrir byrjendur og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun. Farið verður yfir öll helstu grunntökin og hvernig best er að raða förðunarvörunum á húðina ásamt mismunandi aðferðum og tækni sem gott er að tileinka sér.

Á unglingsaldri er margt feimnismál og voru þær óöruggar að vera í eigin skinni. Það var enginn til að leiðbeina né útskýra ástand húðarinnar, afhverju þær voru með fleiri bólur en aðrir og hvernig er hægt að hylja þær. Að líta til baka er hægt að hlæja af heiðarlegum tilraunum þeirra til að “sparsla” yfir ójöfnur húðarinnar en í dag eftir margar tilraunir, lestur og fróðleik vilja þær miðla persónulegri reynslu og þekkingu áfram til þeirra sem eru í sömu stöðu og þær voru í.

Enn í dag er feimnismál að tala um bólur, litaójöfnuð og áferð húðarinnar og vilja þær uppræta því og opna umræðuna um hversu eðlilegt sé að húðin hegði sér á misjafna vegu. Guðný og Vigdís sáu gat á markaðnum og vilja því bjóða upp á eins dags námskeið um hvernig sé hægt að hylja bólur á fagmannalegan máta án þess að eiga í hættu að dreifa sýkingu.

VERÐ 15.990KR.

Námskeiðið er opið öllum og allir þátttakendur fara heim með glæsilegan gjafapoka.

ATH! Reykjavík Makeup School býður upp á kortalaust lán hjá Pei og Netgíró. Einnig er hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga - tilvalið að hafa samband við sitt stéttafélag og kynna sér málið betur.

Skráðu þig hér