FÖRÐUN & HÁRSTÍLISERING
Opið fyrir umsóknir í 8 vikna nám í förðunarfræði og námskeið í hárstíliseringu.
Kennsla fer fram mánudaga-föstudaga.
mánudagar: 18:00-23:00
þriðjudagar: 18:00-23:00
miðvikudagar 18:00-23:00
fimmtudagar 18:00-23:00
föstudagar 09:00-13:00
Reykjavík Makeup School býður upp á 8 vikna grunnnám í förðunarfræði og námskeið í hárstíliseringu.
Í náminu er farið yfir öll helstu undirstöðuatriði í förðun ásamt grunntækni í hár-mótun og formun. Að loknu námi útskrifast nemendur með diplóma í förðunarfræði og viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið námskeiði í hárstíliseringu.
Theodóra Mjöll hársnyrtir og fagmaður verður umsjónarmaður hár stílista námsins. Ásamt Theodóru verður teymi af fagmenntuðum hársnyrtum sem kenna hár á sínu sérsviði.
Námið hentar öllum sem hafa áhuga á förðun og hári, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir.
skráðu þig hérÍ NÁMINU ER MEÐAL ANNARS FARIÐ YFIR:
-
HÚÐUMHIRÐA
Nemendur fá góða yfirferð á grunnþekkingu í almennri húðumhirðu. Farið er meðal annars yfir hvernig greina má helstu húðtýpur og mikilvægi þess að undir búa húðina áður en hún er förðuð.
-
GRUNNUR Í FÖRÐUN
Farið er vel í alla grunnþætti förðunar. Það er farið ítarlega yfir undirstöðuatriði góðrar húðvinnu. Nemendur læra mismunandi áferðir, litaleiðréttingu, litaval, hvernig á að vinna með mismunandi andlitsföll og skyggingar. Lagt er áherslu á að sýna nemendum mismunandi aðferðir og tækni.
-
POC FÖRÐUN
Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og pössum að nemendur okkar fái grunn og reynslu á mismunandi húð- og undirtóna. Farið er vel yfir grunnförðun og augnfarðanir á mismunandi húðtónum.
-
AUGABRÚNIR
Mismunandi aðferðir við að móta augabrúnir. Náttúrulegar, soap brows, mótaðar ofl.
-
EYELINER
Mismunandi aðferðir og tækni við eyeliner.
-
VARIR
Notkun varablýanta og mótun vara, hvernig á að nota sterka liti á varir. Látlausar varir.
-
TILEFNIS FARÐANIR
Létt förðun, beauty, smokey, halo, soft glam, full glam, cut crease, litrík förðun, drag förðun og margt fleira.
-
BRÚÐARFÖRÐUN
Farið er vel yfir brúðarförðun, brúðarprufu, hvernig gef ég brúðurinni auka lúxus. Hvernig skal bregðast við aðstæðum, verðlagning ofl.
-
EDITORIAL OG FASHION
Nemendur læra létta förðun, no makeup makeup, editorial, draping, glossy, monochrome, fashion runway og margt fleira sem nýtist í tískusýningar, myndaþætti og fleira.
-
SJÓNVARPSFÖRÐUN
Nemendur læra sjónvarpsförðun fyrir konur og karla.
-
SPECIAL EFFECTS
Nemendur læra grunninn í special effects.
-
DRAG FÖRÐUN
Nemendur læra og fá að spreyta sig í dragförðun með dragdrottningu Íslands, Gógó Starr!
-
INSTAGRAM FÖRÐUN
Litrík instagram förðun þar sem „more is more“. Inspo frá Mmmitchell og P.louise.
-
TÍMABILAFARÐANIR
Farið er yfir farðanir á öllum helstu tímabilum og hvernig er hægt að nútímavæða hvert tímabil fyrir sig.
-
HÁRTÆKNI
Farið verður vel yfir grunnhandtök hársins. Hvernig nota skal spennur, teygjur, klemmur, bursta, greiður og fleira.
-
HÁRVÖRUR, TÆKI OG HÁRTÓL
Ýtarleg kennsla um hvernig nota á hárvörur til að ná fram því hári sem óskað er eftir hverju sinni ásamt því hvernig nota skal hin ýmis hártæki og tól.
-
HÁRBLÁSTUR
Farið verður yfir hárblástur frá a-ö. Hvernig undirbúa skal hárið fyrir blástur og hvernig hárið er blásið með bursta frá blautu hári í það þurrt, með það að markmiði að ná fram ákveðinni útkomu.
-
EDITORIAL HÁR
Editorial hár fyrir tískumyndatökur, myndaþætti og fl.
-
BRÚÐAR- OG FERMINGARGREIÐSLUR
Kenndar eru mismunandi aðferðir við brúðargreiðslur og fermingargreiðslur, hvernig ferlið virkar þegar kemur að prufugreiðslum og að greiðslan haldist á sínum stað yfir lengri tíma.
-
HÁRMÓTUN
Farið er vel yfir hvernig móta skal hárið eftir blástur, sléttun eða krullur.
-
TÍMABILAFARÐANIR
Farið er yfir farðanir á öllum helstu tímabilum og hvernig er hægt að nútímavæða hvert tímabil fyrir sig.
-
HVERNIG STARFA ÉG SEM FÖRÐUNARFRÆÐINGUR OG HÁRSTÍLISTI
Nemendur fá leiðbeiningar og kynningu á öllum þeim störfum sem hægt er að starfa við sem förðunarfræðingur og hárstílisti, ásamt ráðleggingum varðandi sjálfstæðan rekstur og verðlagningu.
-
MARKAÐSSETNING
Við veitum nemendum mismunandi tól sem gagnast þeim í að koma sér á framfæri og markaðssetja sjálfan sig og leggjum áherslu á að hvetja nemendur okkar áfram.
-
DIGITAL CONTENT CREATION
Nemendur fá að auki góða kennslu tengda samfélagsmiðlum og efnissköpun á öllum helstu samfélagsmiðlum. Hvernig skal taka myndir til að skara fram úr, taka upp myndbönd og klippa fyrir instagram og tiktok. Leiðbeiningar varðandi instagram stories og margt fleira.
-
SÓTTHREINSUN ÁHALDA OG LÍKAMSBEITING
Við leggjum mikla áherslu á hreinlæti, sótthreinsun áhalda og líkamsbeitingu.
-
KYNNINGARTÍMAR FRÁ HEILDVERSLUNUM
Einnig eru heildverslanir með kynningartíma þar sem nemendur fá að kynnast öllum helstu snyrtivörunum á markaðinum og læra á þær. Þetta stækkar tengslanet förðunarfræðinga.
Á meðan náminu stendur verða einnig vísindaferðir og starfskynningar fyrir nemendur.
Nemendur fá glæsilegan förðunar- og hárpakka með öllum helstu vörum sem tilvonandi förðunarfræðingar og hárstílistar þurfa til að koma sér af stað.
Förðunarpakkinn inniheldur meðal annars vörur frá Makeup by Mario, MAC, Real Techniques, Beautyblender, Estée Lauder, Lancôme, Urban Decay, NYX Professional Makeup, P.louise, Eylure, Mist & co. og My Kit Co.
Allir nemendur skólans fá sérhannaða professional förðunartösku sem er tilvalin til að ferðast með kittið sitt. Sjá myndband hér að ofan.
Nemendur útskrifast með diplóma í förðun og hárstíliseringu að námi loknu með starfsheitið förðunarfræðingur/makeup artist & hárstílisti/hair stylist. Diploman er gefin út á íslensku og ensku. Nemendum verður boðið upp á að taka þátt í skemmtilegum verkefnum og myndatökum á meðan náminu stendur og að námi loknu.
VERÐ 850.000KR.
Innifalið í verðinu er glæsilegur vörupakki sem inniheldur allar þær vörur sem tilvonandi förðunarfræðingur og hárstílisti þarf til að byrja. Vörurnar eru sérvaldar af okkur og eru á meðal okkar uppáhalds vara. Glæsilega förðunartösku, námsgögn, ljósmyndir af lokaverkefnum og diplóma í förðunarfræði og hárstíliseringu.
ATH! Reykjavík Makeup School býður upp á kreditkortalán hjá Borgun og Valitor í allt að 36 mánuði, einnig kortalaust lán hjá Pei og Netgíró. Einnig er hægt að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga - tilvalið að hafa samband við sitt stéttafélag og kynna sér málið betur.
skráðu þig hér